Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 136
128
En á meðan menn hafa slíkar tölur gefnar út sem niðurstöður beitarþolsmælinga, verður
erfitt að segja mönnum eitthvað allt annað, en þær gefa til kynna.
Örugglega ber að varast allar stórar yfirlýsingar um ástand þessara mála í heilum
landshlutum eða samliggjandi afréttarsvæðum. Alhæfingar koma illa við í slíkum málum sem
þessum. Það eru litlar líkur að þeir taki sneiðamar sem eiga en miklar á því að öðrum sem ekki
em undir sökina seldir sámi.
Leiðbeiningum á þessum sviðum eins og svo mörgum öðmm verður að sníða að
aðstæðum í hveiju og einu tilviki, hvort sem þær beinast að einstaklingum eða upprekstrar- eða
sveitarfélögum.
Þær snerta oft annað í búskap manna og búskaparháttum. Því er nauðsynlegt að þeir
sem leiðbeina, eða menn ráðgast við, þekki allar aðstæður viðkomandi.
Nátengd beitar- og landnýtingarmálunum em svo landgræðslustörfin. Svo sem að
framan hefur verið diepið á er vaxandi áhugi á því - og reyndar stórar yfirlýsingar um að
landgræðlsustörf bænda skyldu notuð tíl að fylla í eyðumar vegna hins stórfellda samdráttar
sem sveitimar verða að þola.
Vissulega hefur Landgræðslan sýnt lofsvert ffamtak og því komið nokkra til leiðar í
þessum efnum.
Landgræðslustörf bænda í þágu eða samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Skógræktar
ríkisins em all veraleg. Þar a.m.k. í skógrækt hafa bændur í ýmsum héraðum farið langt fram
úr því í störfum sínum, sem fjárveitingar hafa hrokkið tíl.
Þeir bændur era líka fjölmargir sem vinna að græðslu úthaga á jörðum sínum og jafnvel
afréttum.
Það gefur auga leið að ráðunautar, sem hafa flestír hveijir mikla reynslu af ræktun og
ræktunarleiðbeiningum á viðkomandi svæði, hafa síðan verið ráðgjafar og handleiðslumenn
bændanna í sambandi við framleiðslustjómina og samdráttinn, era eðlilegustu leiðsögumenn í
sambandi við landgræðslustörf bænda og bestu hvetjendur tíl átaka á því sviði.
Það ber að hafa í huga að fáist þeir fjármunir sem heitíð er og samið hefur verið um í
tengslum við búvörasamninginn, era líkur til að eftirspum eftir stuðningi til landgræðslustarfa
aukist verulega og verður þá að koma einhveiju skipulagi á það hvemig skipting þeirra fer
ffarn. Annars vegar þannig að tekið sé tillit til þess hve brýn verkefnin era þegar um almenna
uppgræðslu er að ræða og hins vegar þarf að taka tillit til ræktunarskilyrða þegar um skógrækt
er að ræða. Eðlilegustu tengiliðimir á milli bænda og viðkomandi stofnana Landgræðslu og
Skógræktar era héraðsráðunautar viðkomandi héraða.
Eins og ég hef reynt að lýsa hér að framan varðar fátt meira í þessum landvarnar og
landbótamálum en gott samstarf og góður trúnaður á milli þeirra aðila sem falið er að standa
sérstakan vörð um þessi mál, í þessu tilfelli Landgræðslu ríkisins annars vegar og hins vegar
þeirra, sem hafa með landið að gera og lifa af því að nýta það, bændanna og samtaka þeirra
hins vegar.