Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 137
129
Báðum er þeim svo jafnnauðsynlegt að hafa stuðning þjóðarinnar allrar að baki.
Vel kunn er sú megin niðurstaða Bruntland-nefndarinnar varðandi umhverfismál og
vemdun auðlinda jarðarinnar, að farsælast sé í þeim málum að varðveislan sé í höndum og á
ábyrgð þeirra, sem nýta auðlindirnar. Þar þýðir ekkert lögregluvald en auðvitað þurfa
lögmálin að vera þekkt og skýr og þau má ekki bijóta.
Nú þegar sauðfé hefur fækkað svo mjög, þegar beitartími þess á úthaga hefur styst
verulega og á afréttum enn meira, þegar hlutfallslega mikið færra fé er rekið á afrétti en áður,
ættu ofbeitarvandamál sem slík að vera úr sögunni. Með öðrum orðum það ætti að vera hægt
að haga búfjárbeit þannig að beitarálag yrði hvergi til að valda gróðureyðingu.
Er þá ekki eðlilegt að menn vænti þess að linni ásökunum um að búskapurinn sé að
eyðileggja landið? Öðra máli gegnir um þau landssvæði þar sem um áfok eða beinan
uppblástur er að ræða og af þeim sökum þörf á algerri friðun á meðan verið er að stöðva
framsókn eyðingaraflanna. Á þessum svæðum er víða verið að berjast við öfl í náttúrunni, sem
stöðugt verður við að eiga.
En í þessum flokki lands eru mörg af stærstu og líklega langerfiðustu viðfangsefnum
Landgræðslunnar. Nefna má ýmis svæði með Suðurströndinni, þar sem sandinn ber sffellt á
land, svæðin meðfram Skaftá frá upptökum og niður um alla byggðina og undir þennan flokk
má hiklaust setja erfiðustu svæðin í Þingeyjarsýslum, þar sem upptök sandsins eru jökul-
auramir og farvegir stóránna norðan Vatnajökuls. Eða ýmis önnur svæði þar sem ekki hefur
enn tekist að stöðva uppblástursgárana sem enn munu sækja fram nær óháð beitarálagi.
Mikilvægt er að gera glögga grein fyrir þessu öllu þannig að allir njóti sannmælis - og
almenningur og stjómmálaöfl sktilji afstöðu bænda og því að við viljum búa við landið jafnframt
því sem við erum stöðugt að bæta það.
HELSTU HEIMILDIR:
Lög um skógrækt og vamir gegn uppblæstri lands, nr. 54, 22. nóvember 1907. I ritinu Sandgrœðslan, minnzt
50 ára starfs Sandgrœðslu íslands bls. 356. Ritstj. Amór Sigurjónsson. Útgefandi Búnaðarfélag íslands og
Sandgræðsla íslands, Reykjavík 1958.
Lög um sandgræðslu, nr. 20,2. nóv. 1914. í ritinu Sandgrceðslan, sjá hér að framan.
Lög um sandgræðslu og heftingu sandfoks, nr. 18,28. maí 1941. í ritinu Sandgrœðslan sjá hér að framan.
Lög um Iandgræðslu, nr. 17, 24. apríl 1965. Lagasafn íslensk lög 1. okt. 1873. Dómsmálaráðuneytið
Reykjavík 1974.