Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 139
131
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Mæling frumutölu í mjólk
Sævar Magnússon
Rannsóknarstofu mjólkuríðnaðarins
Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins (RM) var stofnuð árið 1982, með það meginverkefni að
sameina á landsgrundvelli ákveðna starfsemi sem alla tíð hafði verið unnin í sérhveiju
samlagi. Hér á ég við fitumælingamar, sem lengst af voru unnar með handvirkum, vinnu-
og tímafrekum aðferðum, og skiluðu misgóðum árangri.
Fitumælingamar tóku til sýna af innleggsmjólk bænda (fitumagn mjólkurinnar taldist
á sínum tíma mikilvægur gæðaþáttur í reikningsuppgjörinu), en einnig vom mæld mjólkursýni
úr einstökum kúm skýrsluhaldara. Að því er ég bezt veit hafa mjólkursamlögin þjónað
skýrsluhaldinu að þessu leyti frá upphafi, án sérstaks endurgjalds.
Reyndar hófst starfsemi RM á þeirri þjónustu við bændur sem felst í greiningu sýkla
í spenasýnum og prófun á virkni lyfja. Þess háttar þjónusta hafði þá alllengi verið veitt bænd-
um hér sunnanlands, þ.e. í Mjólkurbúi Flóamanna og í Mjólkursamsölunni, en var nú tekin
upp í RM til að þjóna landinu öllu. Af kosmaðarástæðurn treystust menn ekki til að fjárfesta
í mælingartækjunum fyrr en í ársbyijun 1983. Fyrsta heila mælingarárið var því 1984.
Um miðjan 8. áratuginn setti danskt fyrirtæki (a/s N. Foss Electric, Hilleröd) á
markaðinn samhæfðann, fjölþátta mælingabúnað fyrir mjólk, sem hafði verið lengi í þróun.
Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í rannsóknatækjum fyrir mjólkuriðnaðinn og annan matvælaiðnað.
Hinn nýi mælingabúnaður olli á fáeinum árum algjörri byltingu í mjólkurmælingunum, ekki
bara á Norðurlöndunum, heldur um alla Evrópu. Reyndar ruddi þessi búnaður öðrum tækjum
og aðferðum nær gjörsamlega úr vegi víða um heim, þar sem raðmælingar í einhveijum mæli
fara fram.
Það var tilkoma þessara tækja, og reynslan af þeim, sem var hvatinn að stofnun RM.
Tækin hafa uppá margt að bjóða:
Nákvæmari/raunhæfari mælingar.
Samræmd aðferð.
Hraðvirkni, sjálfvirkni.
Niðurstöður í tölvutæku formi.