Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 140
Mælingaþættir: fita, prótein, laktósi (ekki nýttur), frumutala - til ffamtíðar einnig:
sítrónsýra, urea, vatnsíblöndun.
Gœði mœlinganna. Niðurstöðumar sem mælingartæki RM gefa eru eflaust mun nær
sannleikanum en tölur úr öðram búnaði sem áður var notaður við mjólkurmælingar
(raðmælingar). Þetta á sérstaklega við um efnaþættina, þar er mælingarsveifla mjög lítil.
Mælingarsveiflan er hins vegar nokkur í frumutalningunum. Forsenda raunhæfra talna úr
mælingunum er þó ávallt sú að sýnatakan og meðferð sýnanna sé eins og lög gera ráð fyrir.
Ég mun koma aðeins nánar inn á það.
Samrœmd aðferð. Áður var talið að verulegur mismunur væri á efnasamsetningu (fitumagni)
mjólkur eftir landshlutum, þ.e. mjólkursamlagssvæðum. Þegar mælingamar voru sameinaðar
hvarf þessi mismunur að mestu, sem bendir til þess að staðbundinn aðferðarmismunur hafi
áður haft sitt að segja um útkomuna.
Hraðvirkni.sjálfvirkni. Tækin sem við notum í dag vinna úr um 215 sýnum á klsL Aðeins
einn starfsmaður þjónar tækjunum hveiju sinni. Nokkur tfrni fer að sjálfsögðu í gangsetningu
og frágang dag hvem, svo og í prófanir, stillingar, þrif og fyrirbyggjandi viðhald. Á
venjulegum vinnudegi önnum við þó hæglega 1000 sýnum að jafnaði.
Niðurstöður í tölvutœku formi. Þetta er einn mikilvægasti kostur búnaðarins. Tölvudeild BÍ
og flest mjólkursamlögin sækja nú niðurstöður sfriar í gegnum gagnanet Pósts og síma og geta
þannig tölvusamkeyrt niðurstöður okkar og eigin gögn (magntölur). Með því móti sparast
mikil handavinna, og mörg mistök við færslu niðurstaða og skráningu annaira tölulegra gagna.
Mcelingarþœttir. Ein mildlvægasta ástæðan fyrir því að ráðist var í tækjakaupin var prótein-
þátturinn. f mjólkuriðnaðinum, og eflaust ekki síður í nautgriparæktinni, hafði lengi verið
mikill þrýstingur á þessum mælingaþætti. Það sama má e.t.v. segja um frumutöluna, þó held
ég að menn hafi ekki fyrirfram gert sér grein fyrir mikilvægi frumutalningar í mjólk né
ástandsins í þeim efnum.
Á því tímabili sem RM hefur starfað hefur komið fram "2. kynslóð" þessara tækja. Um
þessar mundir er "3. kynslóð" að koma á markaðinn. Ákveðið hefur verið að endumýja
tækjabúnað RM, sem nú hefur verið í sleitulausri notkun í áratug, og festa kaup á nýjustu
gerðinni innan skamms. Þau tæki sem hér um ræðir gefa möguleika á nokkrum
mælingarþáttum til viðbótar, sem ég hygg að vekja muni áhuga margra (sítrónsýra, urea,
vatnsíblöndun).
Öll mjólkursýni sem send eru til mælingar hjá RM eru mæld m.tt. allra
framangreindra mælingaþátta. Sýnafjöldinn hefur sveiflast nokkuð frá ári til árs (1. tafla).
Áður en lengra er haldið ætla ég að skýra í örstuttu máli þá tækni sem liggur að baki
frumutalningunni.