Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 155
147
Vesturlandi og Vestfjörðum, 64 á Norðurlandi og 45 á Suðurlandi.
Ur gagnaskrám vom síðan felldar allar upplýsingar þar sem mjólkurmagn við sýnatöku
var komið undir 5 kg í dagsnyt. Þá var öllum upplýsingum þar sem aldur kúnna var torkenni-
legur sleppt og sömuleiðis ef mælingar á efnamagni mjólkur vora ákaflega afbrigðilegar. í
hluta rannsóknarinnar vora einungis notuð gögn frá 50 stærstu búunum.
Gagnasafnið var síðan hreinsað í þeim tilgangi að reyna að fjarlægja mælingar úr kúm
þar sem augljóslega var um júgurbólgukýr að ræða. Við þá hreinsun voru notuð eftirgreind
skilyrði; Ef þijár mælingar í röð hjá tveggja ára gamalli kú vora yfír 600.000 í framutölu þá
var öllum mælingum ffá þeim tímapunkti sleppt. Þessi mörk vora síðan hækkuð um 50.000
fyrir hvert aldursár og við þennan samanburð vora tölur leiðréttar með tilliti til dagsnytar með
stuðlum sem fundnir vora í ffumvinnslu gagnanna. Einnig var öllum mælingum þar sem
framutala fór yfír 1.500.000 hent út. Þetta gagnasafn er í texta hér á eftir nefnt eftir hreinsun.
í 1. töflu er gefið yfirlit um gögnin eins og gagnaskrár litu út þegar þær komu til
úrvinnslu. Ástæða er til að vekja athygli á hinum mikla breytileika sem er að finna í þessum
eiginleika í samanburði við ýmsa aðra þætti sem unnið er með í almennu bufjárræktarstarfi.
1. tafla. Nokkrar upplýsingar um gagnasafnið.
Fjöldi Frumutala/10.000 Log(frum/10.000)
Færslur Kýr Meðalt. Staðalfr. Meðalt. Staðalfr. iof-°8(frum/10.000)
Upphaflegur 67,061
Nothæfur 59,873 6,408 51,75 77,65 1,412 0,515 25,83
- Eftir hreinsun 50,941 6,106 30,13 28,84 1,288 0,431 19,42
50 stærstu búin 31,533 3,239 52,68 79,67 1,425 0,506 26,60
- Eftir hreinsun 26,669 3,077 30,24 23,96 1,299 0,340 19,90
Mjaltask. 1-4 þekkt 30,273 3,914 42,08 64,01 1,335 0,498 21,64
- Eftir hreinsun 26,993 3,748 27,18 22,53 1,242 0,428 17,45
ÚRVINNSLUAÐFERÐIR
Til að meta áhrif mismunandi þátta vora gerðar úrvinnslur eftir mismunandi módelum í forriti
Harveys. Þar er mælingum lýst með tilliti til þeirra mismunandi þátta sem leitast er við að
meta áhrif af. Við uppsetningu á slíkum módelum var mikið stuðst við hliðstæðar eriendar
rannsóknir, sérstaklega nýlegar sænskar rannsóknir hjá Ulf Emanuelson.
Þeir þættir sem reynt var að leggja mat á vora áhrif búsins, kúnna, aldurs kúnna,
tímalengdar frá burði og dagsnytar á ffumutöluna. Vel er þekkt að ýmsir þessir þættir era
mikið samþættir þannig að til að greina áhrif þeirra hvers um sig þarf að leggja mat á þá í
módeli sem tekur tillit til þeirra allra samtúnis. Til að skoða áhrif af aldri kúnna nánar var
einnig unnið með aldursupplýsingar á mismunandi vegu, annars vegar raunveralegan aldur
kúnna miðað við fæðingarmánuð og -ár, en hins vegar flokkun upplýsinga eftir mjólkur-
skeiðum hjá kúnum og í þeim hluta athugunarinnar var unnið með fjögur fyrstu mjólkur-