Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 159
151
meira eftir því sem þeir verða eldri og hlutfall af kúm með júgurbólgu á ýmsum stigum fer því
vafalítið vaxandi með aldri í gögnum sem aflað er á likan hátt og í þessari rannsókn og öðrum
líkum. Sumir virðast telja að aldursáhrif eigi að skýra að mestu leyti með þessum þætti. Aðrir
telja sig geta sýnt fram á greinileg aldursáhrif í gögnum þannig að hækkandi aldri fylgi hækkun
frumutölu. Gögn til að skýra þetta eru vafah'tið torfundin vegna þess að förgun kúa hlýtur
ætíð mikið að grípa inn í þessa mynd. Kýr sem verða júgurbólgu að bráð sýna aldrei afurðir
við háan aldur og með að skoða aðeins mælingar fyrir júgurhraustar kýr sem ná háum aldri er
augljóslega verið að vinna með valin gögn.
í þessum gögnum var greinilegt að aldur kúnna skýrði greinilega mun meira af
breytileika í frumutölu en bæði nyt og tími frá burði. Aldursáhrif var gerð tilraun til að mæla
eftir ýmsum leiðum í þessum gögnum. f 3. töflu eru sýnd meðaltöl einstakra mjólkurskeiða
þar sem flokkun er eftir mjólkurskeiðum. Á 4. mynd er einnig sýnd breyting með aldri þar
sem aldur er mældur í árum eða mánuðum metin sem aðhvarf að aldri kúnna.
3. tafla. Meðaltöl og minnstu kvaðrata-meðaltöl frumutölu. Eftir hreinsun.
Mjaltask. Frumut. Meðaltal LogFrum lOLogfr Minnstu kvaðrata meðaltal Frumut. LogFrum 10^°8fr
1 21,56 1,137 13,720 16,70 1,047 11,138
2 27,22 1,252 17,876 26,35 1,236 17,234
3 31,83 1,327 21,227 34,63 1,383 24,178
4 34,99 1,370 23,419 39,86 1,480 30,214
* Meðaltal innan
aldurs&ra
- fillir aldursf1
Jtýr okki absorb
* flllir aldursfl
kýr absorb
° flldur I áruM kýr
absorb
aldur l M&n
4. mynd. Áhrif aldurs á logaritma firumutölu, metið með aðhvarfi að aldri í mánuðum eða meðaltali
aldursára. Augljósum júgurbólgukúm sleppL