Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 160
152
ÁHRIF BÚA
c
Eins og fram hefur komið er munur milli búa f frumutölu mikill. Þegar reynt var að hreinsa
júgurbólgukýmar úr gögnunum þá hafði það að sjálfsögðu verulega mikil áhrif á mun á milli
búa eins og sýnt er í 4. töflu. Þetta virðist sýna glöggt að munur á tíðni júgurbólgu hefur
gríðarlega mikil áhrif á þann mun sem fram kemur á milli búa.
4. tafla. Dreifing minnstu kvaðrata meðaltalna 50 búa.
Bil frumutala Fjöldi Fyrir Eftir hreinsun hreinsun Bil log(ffumut.) Fjöldi Fyrir Eftir hreinsun hreinsun
20-30 5 21 1,1-1,2 2 5
30-40 14 21 1,2-1,3 6 16
40-50 11 8 1,3-1,4 13 10
50-60 5 1,4-1,5 8 13
60-70 6 1,5-1,6 9 6
70-80 5 1,6-1,7 8
80-100 1 1,7-1,8 1
100+ 3 1,8+ 3
ÁHRIF KÚNNA
Fram hefur komið að einstakar kýr eru langsamlega mesti breytileikaþáttur þeirra sem reynt
var að greina með tölfræðilegum módelum. Einn mjög hagnýtur mælikvarði á áhrif gripa er
tvímælingargildi á frumutölumælingu innan mjólkurskeiðs, eða aldursára. Þessi stærð var
metin fyrir mismunandi mælikvarða og ólíka aldurshópa eða mjólkurskeið og reyndist á bilinu
0,25-0,40.
ERFÐAÁHRIF
Tilraun var gerð til þess að nota gögn við mat á erfðastuðlum fyrir ffumutölu. Við þá
útreikninga voru notuð nokkur mismunandi gagnasöfn, reiknað annars vegar fyrir dætur
óreyndra nauta og hins vegar fyrir dætur reyndu nautanna og síðan fyrir alla dætrahópana
saman. Þegar lagðar voru til grundvallar einstakar mælingar, varð trauðla fundinn
erfðabreytileiki einkanlega fyrir yngstu kýmar. Þegar arfgengi var metið á grundvelli
meðaltals fleiri mælinga fyrir kúna á sama mjaltaskeið fengust hins vegar arfgengistölur sem
flestar voru á bilinu 0,1-0,2. Ljóst er hins vegar að þessa þætti þarf að kanna mun betur og þá
einnig á umfangsmeira gagnasafni en hér er notað.
LOKAORÐ
Þar sem ráðgert er að birta nákvæma skýrslu um þessa úrvinnslu síðar þá er hér aðeins
brugðið Ijósi á meginþætti í niðurstöðum en ekki farið í neinar skýringar í smáatriðum og
öllum tilvitnunum í erlendar heimildir sleppt en vísað til væntanlegrar skýrslu.