Ráðunautafundur - 15.02.1993, Qupperneq 168
2. tafla. Greining á júgurvef, spenum og mjólk á sýnaskál (CMT) í maí 1989 og maí 1992. Annars vegar er
miðað við allar kýr í fjósinu (56 kýr í hvort skipti) en hins vegar við þær 15 kýr sem á lífi voru bæði skiptin.
Maí 1989 Maí 1992 P-gildi miUi
Flokkur Flokkur túnabila*
1 2 3 4 5 1 2 3 4 5
Allar kýr (56):
Júgurvefur, % 3 83 10 3 1 25 56 14 5 1 0,66
Spenar, % 21 68 9 2 0 45 44 11 1 0 0,01
Mjólk (CMT) % 0 16 33 18 34 40 27 11 9 14 0,01
Sömu kýr (15):
Júgurvefur, n 7 53 0 0 0 0 37 16 6 1 0,01
Spenar, n 7 51 2 0 0 35 19 5 1 0 0,01
Mjólk (CMT) n 0 9 26 12 13 19 16 6 4 15 0,01
* Borin eru saman mcðaltöl fyrir tímabilin og leiðrétt fyrir aldri þegar allar kýmar eiga í hluL
Ef skoðaðar eru tölur fyrir 15 kúa hópinn þá hefur orðið verulegur flutningur á
júgurvef úr 1. og 2. flokki í lakari flokka enda hækkar meðaltalið úr 1,88 í 2,52 á þessum
þremur árum (P<0,001). Á 2. mynd má einnig sjá að enginn júgurhluti bætir sig í einkunn
fyrir júgurvef á þessu tímabili, um helmingur er óbreyttur en tæpur helmingur versnar. Þetta
má túlka þannig að erfitt sé að laga júgurvef sem einu sinni er orðinn skemmdur.
Greining á spenum á öllum kúnum sýnir mikla fjölgun í 1. flokki (úr 21 í 45%),
fækkun í 2. flokki en annað er nánast óbreytt. Meðaltal fyrir spena lækkar úr 1,93 í 1,66
(P<0,001) eftir að leiðrétt er fyrir aldursáhrifum. Hins vegar mælist ekki munur milli fram
og afturspena (1,79 vs 1,80) né milli hægri og vinstri spena (1,79 vs 1,79). Ástand spena og
spenaops virðist því meira háð mjaltatækni og vinnubrögðum við mjaltir heldur en
staðsetningu á júgrinu. Það sem styður þetta enn frekar er sú staðreynd að ef skoðaður er 15
kúa hópurinn þá lækkar (batnar) meðaltalið fyrir spena úr 1,92 í 1,53 (P<0,001) vegna þess
að veruleg fjölgun verður í 1. flokki. Þannig batna um 53% af spenunum, 30% flokkast
óbreytt en 17% fara í lakari flokk (2. mynd). Það virðist því hægt að laga spenaopið með
breyttu vinnulagi við mjaltir öfugt við júgurvefinn sem í besta falli helst óbreyttur.
Mjög mikil breyting verður á flokkun mjólkurinnar á skálaprófi á þessum þremur
árum. Ef litið er á allar kýmar þá verður mikil fjölgun í fyrsta (0 í 40%) og öðrum (16 í
27%) flokk en fækkun í hærri flokkum. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldri lækkar
meðaltalið úr 3,61 í 2,38 (P<0,001) milli tnnabilanna en einnig mælist lægra meðaltal í
framspenum en afturspenum (2,84 vs 3,15; P<0,001) en enginn munur milli hægri og vinstri
spena. Ef litið er á 15 kúa hópinn þá flokkast 62% af mjólkursýnunum betur 1992 en 1989,
10% eru í sama flokk en 28 % fara í lakari flokk (2. mynd) og meðaltalið lækkar úr 3,48 í
2,67 (P<0,001). Til samanburðar má nefna að frumutala í tanksýnum var 915 þús. í apríl
1989 en hafði lækkað í 515 þús. í apríl 1992.