Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 182
174
jarðvegi eða tekur túnið sem heild. Mælt er með skiptingu túnsins í spildur. Það gerir
auðveldara að fylla út eyðublaðið.
Aldur rcektunar
Þessir dálkar verða aðeins fylltir, þar sem menn kjósa að nota sömu spilduskiptíngu og bóndi
notar yfirleitt Ef aldur spildna í hópnum er mismunandi er best að sleppa því að fylla þessa
dálka út, en gott er að geta þess í athugasemdum að þessi túnhlutí hafi verið ræktaður á
ákveðnu árabili Ef ekki er vitað nákvæmlega hvert árið er, td. ef bóndi segir það hafa verið
fyrir e-ð ár, má setja það td. þannig >60 = fyrir 1960. Ef hann hins vegar veit að það var
1970-1975 má setja 72x eða 73x sem táknar óvíst Hafi túnið verið tíl svo lengi sem elstu
menn muna má gjaman fylla þennan dálk með tölunum 00.
f síðari dálkinn, endurræktun, kemur svo hvaða ár því grasi sem nú er í spildunni var
sáð, t-d. ef í dálknum "skiptí" stendur talan 3 og undir "ár” talan 87 (1987) væri verið að segja
að túnið hafi verið endurunnið í þriðja sinn árið 1987.
Jarðvegur
Hér er reiknað með að menn skrái það úr hvemig jarðvegi landið er unnið. Jarðvegsgerð er
flokkuð í tiltölulega fáa flokka sem auðvelt er að sjá á staðnum, þ.e. hvort um er að ræða
votlendi eða þurrlendi, hvort mýrinni hallar eða er flöt o.s.ffv. f dálkinn "gæði" kemur svo
matíð á því hversu gott ræktunarlandið er miðað við annað land á sams konar jarðvegi, þannig
að í 1. fiokk kæmi trúlega mest allt valllendi og bestu hallamýrar, í meðalflokkinn kæmi hins
vegar mest af túnum en í þann 3. væm e.t.v. tún á flötum flagmóum, flötum flóum o.s.ffv. f
heild ættu dálkamir "gerð" og "gæði" að gefa hugmynd um hvemig ræktunin gæti verið, ef allt
er með felldu. Á það skal lögð áhersla að með flokkiminni í jarðvegsgæði, er einungis átt við
gæðamat innan jarðvegsgerðar. Þannig er sandjarðvegur í gæðaflokki 1 úrvals jarðvegur af
sandjarðvegi að vera en hann myndi eftir sem áður lenda neðar f matí á ræktunarlandi, ef það
væri gerL
Gróðurfar
Hér er ætlast til að komi fiam 3 algengustu tegundir í spildunni eða túninu. Gert er ráð fyrir
matí ráðunauts og bónda á hvaða tegundir séu mest áberandi í túninu eða spildunni og hafi
mest áhrif á heygæði og annað þess háttar. Gert er ráð fyrir að nr. gróðurtegundar skv. lykli
séu fyllt í dálk 1,2 og 3.
Ef engar þijár tegundir skera sig úr í spildunni heldur er aðeins ein áberandi, en ýmsar
aðrar svipaðar, er nr. viðkomandi tegundar sett í 1. dálk en í hina tvo er sett strik (-), eða ef
tvær skipta spildunni milli súi, eru tveir fremri dálkamir fylltir en sá þriðji strikaður (-). Til að
tegund geti talist algeng í gróðri túnspildu þarf hún að þekja a.m.k. um 15% af spildunni. Þeim
tegundum sem em með minna er sleppt þ.e. dálkamir strikaðir.