Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 189
181
átt við svipað veðurfar og verið hefur síðustu áratugi:
„En þau gæði fylgdu mest Þverárlandi, það var akur, er kallaður var
Vitaðsgjafi, því hann varð aldrei ófrær”22.
Komrækt hverfur úr sögunni á 14. öld. Áður hefur verið minnst á áhrif verslunar og
einnig hefur tíðarfar verið erfitt sum árin. f Skálholtsannál stendur við árið 1331: „Óáran
á komi á íslandi”23. Um miðja öldina skrifaði Amgrímur ábóti Brandsson: „Komvexífám
stöðum sunnanlands og ekki nema bygg”24.
Kom hefur fundist á tveimur stöðum hérlendis við fomleifagröft. Á báðum stöðum
vom leifamar kolaðar og sýndust vera í bmnninni sofnhústófL Árin 1952-53 vom grafnar upp
rústir bmnninna húsa á Bergþórshvoli. Þær vom frá fyrstu öldum fslandsbyggðar. Þar fundust
leifar byggs og fleiri ræktunaijurta. Sturla Friðriksson hefur rannsakað þessar leifar og meðal
annars látið gera á þeim geislakolsmælingu. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu, að
komið gæti sem best hafa bmnnið nýhirt í Njálsbrennu síðsumars 1011. Leifamar vora af
sexraða komi, fjögurra hliða, eins vel þroskuðu og gerist hér í bestu áram25. Þetta getur átt
við árið 1011, því um það segir í Njálu: „Nú vorar snemma um vorið, og færðu menn
snemma niður kom sín”26.
Síðari fundurinn var í Gröf í Öræfum. Árið 1957 var grafinn þar upp bær, sem hafði
lent undir vikri í Öræfajökulsgosinu 1362. Þar fannst bmnnið sofnhús og í tóftinni þreskt
byggkom, mjög smátt og illa þroskað27. Komið frá þessu harðindaári er síðasta áreiðanlega
heimildin um íslenska komrækt á miðöldum.
KORNRÆKT FRÁ SIÐASKIPTUM
Vitað er, að Gísli Magnússon sýslumaður á Hlíðarenda reyndi að rækta kom um miðja 17.
öld, en hlaut ekki árangur sem erfiði. Um miða 18. öld höfðu stjómvöld mikinn hug á því
að bæta hag landsmanna meðal annars með því að fá þá til að rækta kom. Enn mun mönnum
hafa sést yfir þann mikla mun, sem er á sumarhita hér og í grannlöndunum austanhafs. Árið
1751 fluttust hingað 15 norskir og danskir bændur með skylduliði sínu og áttu að kenna
landsmönnum komrækt. Þeir vora settir niður á vestanverðu Norðurlandi og á Suðurlandi.
Þeir bjuggu hér fimm ár eða sex og tókst hörmulega til með ætlunarverkið, enda harðindi í
landi. Fyrir atbeina og fjárstyrk stjómvalda var komi sáð öðm hverju næstu áratugina með
22 íslensk fomrit DC bls. 22.
23 Tilvitnun eftir Bimi M. Ólsen bls. 85.
24 Biskupasögur III bls. 161.
25 Sturla Friðriksson 1960 bls. 30-33.
26 íslensk fomrit Xn bls. 279.
27 Sturla Friðriksson 1959 bls. 88-90.