Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 197
189
vallarmunur leiðir til mismunandi vaxtarferils yfír sumarið, þó að aðrir þættir korni þar einnig
inn í.
Einn aðalókostur hvítsmára er að hann er óáreiðanlegur frá ári til árs (Frame og
Newbould 1984). Það lýsir sér í því að hlutur hans í sverðinum og þar með uppskera
sveiflast milli ára. Ekki er alltaf ljóst hvað veldur en víst er að rétt val á stofnum er
mikilvægt, sýrustig má ekki vera of lágt, P og K má ekki skorta, jarðvegsbakteríur verða að
vera til staðar og nituráburð verður að spara (Davies 1992).
HVÍTSMÁRI Á ÍSLANDI
Hvítsmári hefur mjög lítið verið notaður í landbúnaði hér á landi þó svo að hann hafi verið
í tilraunum af og til alla öldina (Snorri Baldursson og Áslaug Helgadóttir 1987).
Aðalskýringin er ugglaust sú að ekki hafa verið til stofnar af hvítsmára sem eru nógu
harðgerir fyrir aðstæður hér. Ýmsar grundvallampplýsingar um vöxt hvítsmára vantar, s.s.
sveiflur í uppskeru milli ára, vaxtarferil yfír sumarið, áhrif mismunandi sláttu- eða beitar-
meðferða, áhrif mismunandi svarðamauta, áburðaráhrif, nitumám, fóðurgildi o.fl. Með
tilkomu hvítsmárastofns frá Norður-Svíþjóð, UNDROM, skapaðist tækifæri til þess að leggja
út tilraun sem staðið gæti í nokkur ár, en Undrom hefur borið af öðmm hvítsmárastofnum í
vetrarþoli á norðurslóðum (Anderson og Nilsson 1985, Áslaug Helgadóttir 1989). Því varð
úr að lögð var út tilraun á Tilraunastöðinni á Korpu sumarið 1986. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir niðurstöðum úr þeirri tilraun en hún hefur veitt ýmsar þær upplýsingar sem að
frarnan var getið.
TTLHÖGUN
Undrom hvítsmára var sáð í blöndu með fimm stofnum þriggja grastegunda; Lavang og
Fylkingu (vallarsveifgras), Leik og 0305 (túnvingull) og Leikvin (hálíngresi) auk þess sem
Undrom var sáð hreinu í einn reit. Sláttutímameðferð var þrenns konar, (a) sláttur á þriggja
vikna fresti allt sumarið, (b) tíður sláttur snemmsumars og hvfld síðsumars og (c) hvfld
snemmsumars og tíður sláttur síðsumars og vom síðari tveir liðimir slegnir þrisvar sinnum
(1. tafla).
Sáð var í tilraunina 29.5. 1986 og var áburður flest árin 20 kg N/ha, 60 kg P/ha og 83
kg K/ha. Tilraunin var blokkatilraun með þremur endurtekningum, sláttumeðferð var á
stórreitum og svarðamautar á smáreitum. Reitir vom slegnir í fimm ár frá 1987 til 1991. Við
hvem slátt vora tekin sýni af uppskemnni og var hún greind í smára annars vegar og grös