Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 202
194
Of mikil bjartsýni er að reikna með að slíkt gerist í öllum árum því sumarið 1991 var óvenju
gott Þó má ætla að nitumámið geti í flestum árum verið milli 50 og 100 kg N/ha.
EFNAINNIHALD
Steinefni voru mæld í uppskerunni fyrstu tvö árin og sjást niðurstöður í 3. töflu. Til
samanburðar er gefið efnainnihald í góðri töðu sem miðað er við hjá fóðurdeild Rala (Tryggvi
Eiríksson, munnl. upplýsingar).
3. tafla. Stemefni og nitur (% þe.) í heildaruppskeru árin 1987 og 1988. Til samanburöar er gefið
efnainnihald í góðri töðu sem í eru einungis grös (Tryggvi Eiríksson, munnl. upplýsingar).
N Ca K Mg Na P
1987 2,93 1,27 2,40 0,22 0,13 033
1988 2,40 0,78 2,23 0,16 0,07 035
Góð taöa 2,40 0,43 1,76 0,21 0,18 0,39
Efnainnihald var almennt lægra árið 1988 en 1987 og endurspeglar það lágt smára-
hlutfáll í uppskerunni. Fram kemur að smárataðan er próteinríkari og með meira kalsíum og
kalí en reikna má með í góðri töðu úr grösum en heldur minna var af magnesíum og fosfór.
Almennt er þó minna af steinefnum en mælst hefur í belgjurtum í Bretlandi (Norton 1981,
í Ólafur Guðmundsson 1986). Kalsíum er heldur lágt í töðu hérlendis og því væri smárataða
mjög tU bóta hvað fóðurgildi áhrærir.
ÁLYKTANIR
Tilraun sú sem hér hefur verið um fjallað hefur gefið ýmsar upplýsingar um hegðan hvítsmára
við íslenskar aðstæður. Rétt er þó að taka fram að einungis er um einn tílraunastað að ræða
og fá ár og því má búast við að niðurstöður gætu orðið eitthvað öðmvísi við aðrar aðstæður.
Þó svo að hvftsmárastofninn Undrom sé tæpast nógu harðger hér, eins og kom fram í hmni
hans annan veturinn, er útbreiðslukraftur hans undraverður og sýnir að hvítsmári getur náð
sér á strik við rétt skilyrði. Stofninn var sífellt að sækja í sig veðrið á tilraunatímanum
þannig að ekki hafa fengist upplýsingar enn um sveiflur í hlut hvítsmára í uppskemnni milli
ára vegna árferðismunar. Vaxtarferill hvítsmára er annar en grasanna sem með honum vaxa.
Grös em ríkjandi í uppskemnni fyrri hluta sumars en smári verður nær einráður seinni hluta
sumars. Ef hygla á hvítsmáranum í sverðinum má því ekki slá of seint þannig að grösin nái