Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 208
200
Til samanburðar á áburðamotkun hérlendis og erlendis má nefna nýbirtar tölur um
áburðamotkun á Norðurlöndum (1. tafla).
Áburðamotkun hér á landi á hektara af ræktuðu landi hefur undanfarin ár verið svipuð og
í Finnlandi og í Svíþjóð, en um þriðjungi minni en í Noregi og nær helmingi minni en í
Danmörku. Ræktað land á íslandi er aðeins um 1,4% af landinu öllu, í Noregi 2,8%, Svíþjóð
6,8%, Finnlandi 7% og í Danmörku er ræktað land 65% af landinu í heild.
Fróðlegt er einnig að bera sérstaklega saman áburðamotkun á tún hér á landi við áburðar-
notkun f grasrækt erlendis. í grasrækt í Hollandi var algengt að notuð væm 400-500 kg/ha af N
árlega fyrir slátt og beit (Prins 1980). Samkvæmt rannsóknum er þetta magn talið hæfílegt á
nýlegum túnum, þar sem uppsöfnun lífrænna efna fer enn fram og slegið er fímm tíl sex
sinnum. f tilraunum mældist ekki hækkun á nítrati og ammónrum í jarðvegi við þessa
heildamotkun. Ráðlagt var að nota 120 kg/ha N fyrir 1. slátt, síðan 80 N fyrir hvem slátt úr því,
nema fyrir þann síðasta var ráðlagt að nota 60 N.
Til þess að draga úr líkum á óhóflegu níturtapi úr jarðvegi og þar af leiðandi umhverfis-
spjöllum var í Hollandi (Prins 1980) ráðlagt að bera ekki á meira en 400 kg/ha N alls á gömul
tún. Þar er talið að gömlum túnum sé hættara við að nítur úr áburði, umfram það sem tekið er
upp af gróðri, safhist fyrir sem ólrfrænt N í jarðvegi.
Til samanburðar við áburðamotkunina á graslendi í Hollandi, má nefna að áburðamotkun
á tún hér á landi á ámnum 1971-1980, svo tekið sé svipað tímabil, var um 109 kg/ha N í
tilbúnum áburði og heildamotkun hefur þá verið um 150 N að meðtöldu N úr búfjáraburði.
Af þessum samanburði er ljóst að áburðamotkun hér á landi er mjög hófleg aö
jafnaði og raunar mjög lítil ef tekið er tíllit til þess hve lítill hluti af landinu öllu er
ræktaður og áborinn.
Engu að síður getur staðbundin nítratútskolun eða afrennsli verið vemleg. Til dæmis
um það em mælingar á nítrati í neysluvatni úr bmnnum í Gaulveijabæjarhreppi 1972 (Stefán
Amórsson 1992). Vatnsveita kom síðar í stað þessara branna. Þar var um ræða mælingar á
sýnum, sem tekin vora einu sinni úr brannum á 36 bæjum. Nítrat (0,4-164 ppm) og kalímagn
(0,4-78) var í sumum tilvikum mjög hátt. Niðurstöðumar gáfu því til kynna að yfírborðsrennsli
og útskolun geti valdið staðbundinni nítratmengun að minnsta kosti tímabundið.
Áburðamotkun, sem talin hefur verið nauðsynleg (1500 kg/ha Græðir I, 210 kg N) í
kartöfluræktun, reyndist í tilraun, sem gerð var í Þykkvabæ á áranum 1988-90, vera talsvert