Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 210
202
Nýtanlegt N í túnjarðvegi
Notagildi mælinga á mismunandi nítursamböndum í jarðvegi til þess að meta níturupptöku í grasi
hefur verið kannað (Warren og Whitehead 1988). Að jafnaði lagði níturlosun úr moldarefnum
mest tíl af nýtanlegu N í 27 mismunandi jarðvegsgerðum eða rúmlega helming, lífrænar leifar
lögðu til tæpan fjórðung og um fjórðungur var að jafnaði í formi ólífræns N. Vægi þessara
þriggja þátta var mjög misjafnt eftir jarðvegsgerðum. Þess vegna er samkvæmt þessum niður-
stöðum nauðsynlegt að mæla þetta þrennt, níturlosun, N í lífrænum leifum og ólífrænt N í jarð-
vegi, til þess að meta nýtanlegt N í túnjarðvegi.
Ljóst er að tilkostnaður við leiðbeiningar byggðar á þessum þremur mælingum yrði mikill
og mælingar auk þess seinlegar (níturlosun var mæld eftir 20 daga níturlosun við ákveðið hita-
og rakastig). Auk þess er mturlosun og þar með nýtanlegt N háð jarðvegshita og raka á vaxtar-
tímanum, en leiðbeiningar verða að sjálfsögðu að liggja fyrir í upphafi vaxtartímans.
Nýtanlegt N í jarðvegi var metið sem magn níturs tekið upp af rýgresi að meðtalinni
upptöku í rætur og neðsta hluta stönguls og blaða. Aðhvarfslíking sýnir sambandið á milli
mælinga á nítursamböndum í jarðvegi og nýtanlegs N í mg/kg af þuirum jarðvegi. Líkingin skýrir
91,3 % af breytileika nýtanlegs N. Nýtanlegt N í öllum 27 jarðvegsgerðunum var mælt í einni
tilraun við sömu ytri skilyrði.
Nýtanlegt N = 0,672 x N(min) + 0,840 N(los) - 5,12
(Warren og Whitehead 1988).
Fastinn (5,12) í líkingu þeirra Warrens og Whiteheads er ekki marktækur en aðhvarfs-
stuðlamir eru hins vegar allir marktækir (P 1% eða 0,1%). N(min) táknar ólífrænt N (ammóníum
og nítrat), N(los) er losun úr lífrænum efnum (mineralisering), og N(lífræn efni) er N í lífrænum
leifum sem fleytt er upp og eru 0,2-6 mm að stærð.
Þegar áburðarþörf er metin með greiningu á N í jarðvegi, er ýmist um að ræða fersk sýni
eða þurrkuð og mælingu á ólífrænu N, þ.e. mælingu á nítrati eingöngu eða bæði á nítrati og
ammóníum.
Við þurrkun jarðvegs losnar ammóníum úr lífrænum efnum, líklegast úr lífmassa jarðvegs
(örveram), sem sundrast við þurrkunina. Enn meira losnar við ýmsar aðrar mælingaaðferðir, sem
notaðar hafa verið, eins og suðu og eimingu með vatni eða upphitun í saltlausn í 16 tima.
Hver svo sem aðferðin er við mælingu á "nýtanlegu" N í jarðvegi, byggist túlkunin á
mælingunni á líkingu eða líkani (sbr. t.d. Myers 1984), sem stutt er rannsóknum: