Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 211
203
N(upp) = a x N(áb) + b x N(los) + c x N(min)
þar sem:
N(upp)= N kg/ha í uppskeru.
N(áb)= Áburðarþörf, N kg/ha.
N(los)= Níturlosun úr lífrænum efnum í jarðvegi mæld við staðlaðar aðstæður.
N(min)= Ammóníum og nítrat í jarðvegi.
a,b,c= Nýtingarstuðlar.
f flestum líkönum er annað hvort níturlosuninni eða ólífrænu N í jarðvegi sleppt og er þá
gengið út frá því að það atriði sem sleppt er skipti litiu máli eða þá að þessir tveir þættir, sem
ákvarða nýtanlegt N í jarðvegi, fylgist að (Myers 1984). f öðrum tilvikum eru báðar þessar
stærðir mikilvægar.
Nmin aðferðin svonefnda, sem notuð er í komrækt, er dæmi um aðferð til þess að meta
níturþörf, þar sem eingöngu er stuðst við mælingar á ólífrænu N. Rannsóknir Warrens og White-
heads eru hins vegar til dæmis um aðstæður þar sem bæði ólífrænt N og níturlosun eru mikil-
vægar breytur við ákvörðun á áburðarþörf.
Ekki liggja enn fyrir nægilegar mælingar hér á landi til þess að meta með aðhvarfs-
líkingum sambandið milli þarfar fyrir níturáburð og mælinga á N í jarðvegi. Gildir það bæði um
túnrækt og kartöflurækt Til þess þurfa að liggja fyrir niðurstöður úr tilraunum frá að minnsta
kosti nokkrum stöðum eða í mismunandi jarðvegi og um nokkurt árabil, þannig að breytileiki í
jarðvegi og veðurfari komi fram.
Ekki er nú fyrirsjáanlegt að þær tilraunir verði gerðar hérlendis á næstu árum, sem nauð-
synlegar em til þess að komast að niðurstöðu um notagildi níturmælinga í jarðvegi til að meta
áburðarþörf, hvað sem síðar verður. Enn em þó áburðartilraunir á túnum á Sámsstöðum og
Akureyri, sem nýta má í þessum tilgangi og hafa þegar verið tekin sýni úr þremur níturtilraunum
á Sámstöðum sumarið og haustið 1991 og vorið 1992.
í tilrauninni á túninu á Korpu 1984-1985 reyndist eftirfarandi samband á milli áborins N
og upptekins N í grasi:
N(í grasi) = 24,3 + 0,54 x N(áborið)
** ***
Líkingin skýrir 94,2% af breytileika sem mælist á N í uppskem, og báðir stuðlamir í
líkingunni teljast marktækir.
Hins vegar hafði óKfrænt N (ammóníum og nítrat, þurrkuð sýni) mælt að vori í jarðvegi
ekki marktæk áhrif á níturapptöku úr jarðvegi (N í grasi). Þessi niðurstaða skýrist af því að