Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 217
209
Þykktin. Á filmunum er þykktin mæld eftir staðlaði mæliaðferð (ISO 4593) með mikrometer
með 5 cm bili yfir filmubreiddina. Prófunarborðar eru teknir á 7 mismunandi stöðum af
plastrúllunni. Allar filmur sem hafa komið til prófunar eru gefnar upp fyrir að vera 0,025 mm
þykkar en breytileikinn á þeim filmum sem hafa verið til prófunar er verulegur eða frá 0,019-
0,028 mm. Filmuþykktin er ekki mælikvarði á gæðin en er tengd gegndræpi og gefur
vísbendingar um stöðugleika við framleiðsluna.
Togstyrkur. Mælingar á togstyrk eru framkvæmdar eftir stöðluðum prófunaraðferðum (ASTM
D 882). Skilgreindir prufuborðar eru teygðir í sundur. Togstyrkurinn er mælikvarði á
styrkleika filmunnar og mæligildi langsum eftir filmunum er á bilinu 14-29 MPa en þversum
12-20 MPa. Togstyrkurinn er sá kraftur (N) sem þarf til að ijúfa filmuna og deilt með
þvermáli (mm2) filmunnar fyrir strekkingu. Togstyrkur er gefinn upp í einingunni MPa
(N/mm2).
Lenging. Við mælingar á lengingu filmunnar áður en hún slitnar er verið að kanna teygni og
mýkt plastsins. í megin dráttum þola filmumar meiri strekkingu þversum en langsum eftir
lengdarstefiiu filmunnar. f lengdarstefnu teygjast filmumar frá 196% til 623%. Á
pökkunarvélunum strekkjast filmumar oft u.þ.b. 100% með jöfnu átaki en langtum meira á
álagstoppum, t.d. þegar að pökkun á vélunum hefst.
Höggþol. Prófanimar á höggþoli em framkvæmdar eftir staðlaðri prófunaraðferð (ASTM D
1709) en þeim er ætlað að gefa vitneskju um eiginleika fílmanna gagnvart beinu (mekanisku)
álagi. Aðferðin byggir á því að hálfkúlulaga lóð sem er 38 mm f þvermál með breytilegri
þyngd er látið falla niður á strekkt plast úr 66 cm hæð. Þyngdin á lóðinu þegar það fer í
gegnum plastið í 50% tilvika er nefnt F50 gildið. Á milli filmutegunda var vemlegur munur
hvað snertir höggþol.
Stunguþol. Með prófun á stunguþoli er verið að líkja eftir álagi frá grófu heyi eða þegar
baggi fellur á strástífan svörð. Aðferðin við prófunina er ekki stöðluð, en hefur verið notuð
í matvælaiðnaði. Pijónn með þverklipptum enda, um 2 mm í þvermál, er færður að filmu sem
hefur verið strekkt yfir op sem er 10 mm í þvermál. Filmunni er haldið að opinu með
undirþrýstingi. Límhliðin á plastinu er látin snúa að oddinum. Hraðinn á pijóninum er hafður
um 5 mm/mín. Mesta álag áður en filman gefur sig er mælt. Algeng mæligildi eru á bilinu
2,0-2,9 N.
Rifþol. Prófanir gagnvart rifþoli eru framkvæmdar eftir staðlaðri prófunaraðferð (DIN 53515).
Niðurstöður mælinganna eiga að gefa vísbendingu um þol filmunnar við meðhöndlun á
böggunum, einkum gagnvart heygreipum. Algeng mæligildi eru 2,6-3,4 N þversum á filmuna
og 1,4-2,2 N langsum.
Loðhœfni. Prófunaraðferðin er ekki stöðluð en mælingamar eru ffamkvæmdar eftir aðferð
sem hefur verið þróuð bæði hér á landi og erlendis. Loðhæfni (viðloðunareiginleikar)
filmanna er rannsökuð óbeint með því að þrýstiprófa rúllubagga sem eru pakkaðir á
venjulegan máta á pökkunarvél. Utan um baggana eru sett 4 filmulög með 50% skörun á
milli plastlaga. Æskilegt er að loðhæfni filmanna sé það mikil að innstreymi súrefnis sé að
minnsta kosti ekki meira á milli laga en í gegnum filmuna og einnig að sú hæfni haldist út
geymslutúnann. Mæligildi eru mjög breytileg bæði innan og milli tegunda oft á bilinu 40-106
mm v.s.