Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 219
211
Heildamotkun plasts í landbúnaði er áætluð um 900 tonn á ári. Mjög auðvelt er að
fylgjast með notkun plasts til heyverkunar eftir upplýsingum úr forðagæsluskýrslum, og einnig
em söluaðilar plastsins hér á landi fremur fáir.
Þetta einfalda kerfi skapar góð skilyrði fyrir reglubundna söfnun plasts frá bændum,
gjaldtaka við innflutning, sölu eða söfnun er auðveld í framkvæmd og söfnun getur farið fram
á vegum sveitarfélaga á tiltölulega auðveldan hátt.
Þessu er öfugt farið með aðra plastfilmu eins og umbúðaplast og byggingarplasL Þar
em mjög margir söluaðilar, eftirlit með notkun er engin, og flokkun á framleiðsluúrgangi er
víðast hvar ekki til staðar ef litið er á landið í heild. Nefndin ákvað eftir athugun að fresta
frekari skoðun á þessum þætti að sinni.
Nefndin hefur á undanfömum mánuðum rætt við marga aðila, t.d. varðandi söfnunar-
möguleika, nýtingarmöguleika og mengunarmál. Skoðað hefur verið hvemig önnur lönd hafa
tekið á þessu vandamáli, en niðurstaðan er að hvergi em sambærilegar aðstæður. Hérlendis
er strekkifilma, sem notuð er til að vefja utan um rúllubagga við votheysverkun, uppistaða
úrgangsplasts í landbúnaði, en strekkifilma er mjög erfið í endurvinnslu.
Samkvæmt mengunarvamarreglugerð er sorpurðun og sorpbrennsla háð starfsleyfi. Því
er óheimilt að urða framleiðsluúrgang, nema á viðurkenndum urðunarstöðum, en úrgangsplast
í landbúnaði fellur undir framleiðsluúrgang. Einnig er brennsla framleiðsluúrgangs óheimil
nema í viðurkenndri brennslustöð með starfsleyfi. Urðun eða brennsla plasts hjá hverjum
notanda er því óheimil og nauðsynlegt í fyrsta lagi að koma á söfnunarkerfi, og í öðm lagi
að taka ákvörðun um nýtingu, skipulagða geymslu á nokkmm stöðum á landinu, eða eyðingu
plastsins.
Nefndin hefur skoðað eftirfarandi valkosti við endurvinnslu, geymslu eða förgun á
úrgangsplasti í landbúnaði:
1. Endurvinnsla innanlands.
a) Plastfilma sem hráefni til filmuframleiðslu.
* Búa tíl töflur sem íblöndunarefni við blástur á filmu.
Framleiðsluferillinn er þekktur en vandasamur.
Hérlendis er til vélbúnaður sem hugsanlega er nothæfur í þessa
vinnslu, og er verið að skoða það betur.
Erfið rekstrarskilyrði, lág söluverð.
b) Plastfilma notuð í framleiðsluvöm með blöndun úrgangsefna.
* Famleiða t.d. bretta- eða brennslukubba með blöndun pappírs og plasts.