Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 231
223
Hafðir voru tveir baggar fyrir hvem lið tilraunarinnar. Heyið var af nýlegu mýrartúni,
slegið 9.júlí 1991. í uppskeru, sem var 5780 kg þe./ha við slátt, bar mest á knjáliðagrasi
(40%), en þar var einnig vallarfoxgras (20-25%), vallarsveifgras (20-25%) og túnvingull
(10%). Heyið var blaðríkt, þótt komið væri liðlega viku fram yfir skrið vallarfoxgrassins.
Slegið var, snúið og garðað með hefðbundnum vélum. Heyið var bundið með Deutz-
Fahr GP 2.30 OPTICUT, sem fyrir var beitt MF 390T dráttarvél. Með bindivélinni má
hvort sem er binda heyið skorið eða óskorið. Heyrúllur voru síðan pakkaðar með
Gallignani-pökkunarvél. Notuð var Teno spin plasthimna í sexföldum hjúp. Heysýni voru
tekin við slátt og síðan aftur er bindingu var lokið. Voru þá tekin sýni með bor úr hverjum
bagga. Sýnum var þegar komið til frystingar.
Hjálparefnum var blandað í heyið með því að dreifa þeim í heygarðinn rétt fyrir
bindingu. Maurasýran var þynnt til helminga með vatni og blöndunni hellt úr dreifikönnu,
en saltinu stráð með höndum. Efnamagnið var stillt eftir lengd garðsins (70-95 m) sem fór í
stillibagga fyrir hvom lið (I og II). Um hámákvæma stillingu efnamagns gat því ekki orðið
að ræða. Reynt var að vanda dreifingu efnanna eftir ítmstu föngum. Magn hjálparefna var
sem hér segir miðað við þunga heysins:
1. tafla. Magn hjálparefna sem notað var í heyið.
Kofa-Pluss Maurasýra
I. Ferskt hey II. Forþurrkað hey 2,0 kg/tonn 23- 33 1/tonn 3,9 -
Veður - sláttur og þurrkun heysins. Það tókst að Ijúka slætti, forþurrkun, bindingu og
frágangi heysins á einum degi, þann 9.júlí. Veður var sérlega hagstætt til heyverka: Sólskin
með norðaustan kalda og stinningskalda - sterkur heyþurrkur. Hámarkshiti dagsins var
17,7°C. Tilraunaspildan var slegin um kl.10 árdegis. Þá þegar var heyið á I.lið garðað mef
stjömumúgavél, en öðm heyi snúið með heyþyriu um kl. 10:30. Því var aftur snúið
kl. 13:30 og loks kl.l7:30. Við síðasta snúninginn var komin heylykt úr flekknum (II). Við
görðun heysins á þessum lið kl. 20-20:30 var farið að skrjáfa I því. Bindingu heysins,
sýnatöku, mælingum og pökkun var hagað þannig:
2. tafla. Gangur verka við bindingu og pökkun heysins.
Binding, kl. Pökkun, kl. Þurrefni
I. Ferskt hey 14-14:45 16-16:30 28-29%
II. Forþurrkað hey 21:50-22:30 22:30-24 56-58-
Þéttleiki heysins í rúlluböggunum. Baggamir vom vegnir að hjúpun lokinni. Með hliðsjón
af þurrefni heysins I þeim var rúmþyngd heysins síðan fundin (3.tafla). Marktækur munur
reyndist vera á rúmþyngd heysins á milli þurrkstiga. Á milli skorins heys og óskorins er
munurinn hins vegar ekki marktækur. Ef eitthvað er virðist skoma heyið - væntingum gegn