Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 232
224
- þjappast síður en hið óskoraa. Þurrkstigsáhrifin á rúmþyngdina eru meiri í óskoma
heyinu en hinu óskoma. Rétt væri að kanna skurðaráhrifm nánar.
3. tafla. Rúmþyngd heysins við bindingu, kg í bagga.
Óskorið hey Skorið hey
I. Ferskt hey 545 kg 154 kg þe. 570 kg 162 kg þe.
II. Forþurrkað hey 478 - 270 - 430 - 252 -
Frágangur bagganna. Ekki vannst tími til að ganga frá böggunum fyrr en að níu dögum
liðnum. Þá voru þeir fluttir á geymslustað, sem var þurr völlur við fjárhús skólabúsins á
Hvanneyri, í halla lítið eitt undan aðalúrkomuátt. Þar voru þeir settir í tveggja laga stæðu.
Ekki var breitt yfír stæðuna. Þama biðu baggamir vetrar.
Rannsóknir á heyinu fullverkuðu. í byijun marsmánaðar 1992 var heyið í rúlluböggrnum
tekið til athugunar. Hafði heyið þá verið geymt úti í rétta átta mánuði. Gerðar vom tvenns
konar athuganir á heyinu: Annars vegar vom tekin sýni úr því til efnagreininga og mælinga
á örvemgróðri, en hins vegar var heyið borið fyrir gemlinga, svo fá mætti hugmynd um
áhrif verkunarþátta á lystugleika þess. Skal nú gerð grein fyrir aðferðum við athuganimar:
a) Heysýni. Úr hveijum bagga vom tekin tvö væn heysýni. Var annað úr yfirborðslagi
hans (0-30 cm), en hitt úr kjama (30-60 cm dýpt). Jafnframt var útlit heysins metið, þ.e.
lykt og mygla. Stig vom gefin fyrir þessa eiginleika eftir sérstöku kerfí. Heysýnum var
þegar í stað komið á rannsóknastofu til meðhöndlunar og geymslu.
b) Átmælingar. Átmælingamar vom gerðar með gemlingum. Þeir vom valdir í hópa
jafnmarga liðum tilraunarinnar. Séð var til þess að meðalþungi og meðalholdastig
gemlinganna í hverjum hópi væri sem líkast, með því að hver gemlingur ætti sér jafningja í
hverjum hinna hópanna. Meðalþungi gemlingahópanna í byrjun átmælinga var 43,5-43,8
kg. Hafðir vom fjórir gemlingar í hverjum hópi. Fóðrið var vegið í hvem hóp daglega og
moð frá honum. Vikuleg sýni vom tekin úr moði, en upphafssýni úr böggunum (sjá a) látin
duga fyrir dagsfóðrið. Gefið var einmælt og þá aðeins hey. Gemlingamir vom var.ir áti
rúllubaggaheys áður, en auk þess fengu þeir viku til aðlögunar að tilraunaheyinu.
Mæliskeið stóð í réttar tvær vikur. Þá var tilraunaheyið gefíð; sinn bagginn hvora vikuna.
Að loknu mæliskeiði vom gemlingar aftur vegnir og holdafar þeirra metið.
NIÐURSTÖÐUR
Verkun heysins. í 4. töflu em meðaltölur helstu gæðaeinkenna heysins eins og það var
við gjafir. Auk mældra stærða em þar tölur um gæði verkunarinnar, metin eftir lykt
heysins og myglu. Metið er í stigum, þannig að 10 táknar óaðfinnanleg heygæði (ilmandi;
myglulaust), en 0 gerspillt hey(lyktarvont; karmyglað). Af þeim gæðaþáttum, sem mældir
vom, er jafnan mest lagt upp úr magni ammoníakbundins köfnunarefnis (NH3-N). Nær allt
j