Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 235
227
í þessum tölum gætir saman góðrar verkunar og lystugs heys. Áhrif forþurrkunarinnar eru
mjög skýr: Með forþurrkun heysins úr 28-29 % þurrefni í 56-58% hefur fóðrunarvirði
þess að meðaltali vaxið um nær fimmtung. Maurasýran hefur sýnilega bætt ferska heyið, en
Kofa-saltið það þurra, líkt og mælst hefur í fyrri tilraunum á Hvanneyri (Bjarni
Guðmundsson 1991). Áhrifa Kofa-saltsins gætir undrasterkt í svo þurru fóðri, bæði hvað
snertir verkun heysins og fóðrunarvirði.
Það styrkir notagildi talnanna um fóðrunarvirði heysins við mat á heildarárangri
heyverkunarinnar hve sterk fylgni er á milli þeirra og þungabreytinga gemlinganna, þótt
mælifóðrunarskeiðið hafí verið stutt, sjá 2.mynd.
2. mynd. Samband fóðrunarviröis heytegundanna og þungabreytinga
gemlinganna á tilraunatíma.
Af gæðaeinkennum votheysins hafði át og fóðrunarvirði sterkasta fylgni við
ammoníakbundið köfnunarefni:
yi = 1,135- 0,017x r=-0,68 0,10>P>0,05
y2 = 0,741 + 0,013 x r=- 0,74 0,05 > P > 0,01
y 1 = heyát, kg þe./ dag. geml.
y2 = fóðrunarvirði, FE/dag. geml.
Hlutur ammoníakbundna köfnunarefnisins skýrir því nær 50 % af breytileika heyátsins. Er
það öllu sterkari fylgni en Wilkins og félagar (1971 og 1978) fundu í votheysfóðrunar-
tilraunum með sauðfé (eftir Rook og Gill 1990). Ammoníakið fylgir öðrum gerjunar-
afurðum votheys náið, t.d. smjörsýru, etanóli og mjólkursýru. Það skýrir áðumefnda
fylgni fremur en að ammoníakið sjálft hafi þar eitt sér bein áhrif. í rannsóknum á gerjun
votheys, sem nú er unnið að á Hvanneyri, hefur ammoníakið reynst einn sterkasti
einkennisþáttur geijunarinnar (Bjöm Þorsteinsson, 1992 - óbirt gögn).