Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 236
228
Við fóðrun á tilraunaheyinu kom í ljós að forþurrkaða heyið hitnaði upp og myglaði
mun fyrr en ferska heyið. Ferska heyið í rúlluböggunum hélst nær óskemmt í 7-8 daga, en
á forþurrkaða heyinu sá þegar eftir 4-5 daga. Er þetta í góðu samræmi við reynslu síðasta
árs, þar sem geymsluþol heys í rúlluböggum var rannsakað sérstaklega (Bjarni
Guðmundsson 1991).
Gjafamönnum þótti mun auðveldara að gefa skoma heyið úr böggunum í þessari
tilraun því það féll betur sundur og var þægilegra í meðförum en hitt sem ekki var skorið.
Ekki síst átti þetta við heyið sem verkað var ferskt.
UMRÆÐUR
Helsti tilgangur þessarar tilraunar var að rannsaka áhrif skurðar heysins á vetrkun þess og
nýtingu. Svo virðist sem ekki hafi komið fram augljós ábati af heyskurðinum, hvorki að
því er snertir verkun heysins né fóðmnarvirði. Um aðra verkunarþætti munar meira,
einkum þurrkstig heysins. Svipaðrar hneigðar hefur gætt í framhaldsathugunum (Bjami
Guðmundsson 1993 - óbirt handrit).
Af erlendum rannsóknaniðurstöðum virðist mega draga þá ályktun, að heyið þurfi að
vera fremur fínt skorið (saxað) til að teljandi áhrifa skurðar gæti. Þannig fundu Castle og
félagar (1979) með tilraunum á mjólkurkúm, að vothey með 9,4 mm miðgildislengd ást
betur en hey með 17,4 og 72,0 mm miðgildislengd stráa. Hliðstæð varð niðurstaða
Deswysen (1980) í tilraun með sauðfé og kálfa þar sem hann bar saman fínsaxað hey
(meðalstubblengd 17-23 mm) og grófsaxað (103-122 mm).
Með hinum svonefndu fjölhnífavögnum fékkst tækni til þess að grófskera hey
(hnífabil 40-50 mm). Comerford og Flynn (1980) báru saman vaxtarhraða holdakálfa á
fínsöxuðu votheyi (stillt stubblengd 10 mm) og heyi skomu með fjölhnífavagni (stillt
stubblengd 50 og 100 mm). Lítill munur reyndist á verkun heysins. Kálfarnir uxu hins
vegar hraðar á fínskoma heyinu (0,64-0,52 kg/dag) en því sem grófar var skorið (0,54
kg/dag - 50 mm; 0,24 kg/dag -100 mm). Þótt stillt stubblengd (hnífabil) sé t.d. 100 mm,
verður allur þorri stráanna lengri. f tilraunum Comerfords og Flynns (1980) lenti nær
helmingur votheysins í lengdarflokknum >200 mm þótt stubblengd væri stillt á 100 mm.
Veturinn 1985-1986 var gerð fóðurtilraun með mjólkurkýr á Hvanneyri (Aðalsteinn
Geirsson 1987), þar sem borið var saman vothey úr söxuðu og skornu votheyi (úr
múgsaxara og fjölhnífavagni). Skoma heyið reyndist ögn lystugra, en sáralítiO munur varð
á dagsnyt kúnna á heyflokkunum tveimur.
Á 3.mynd er gefin hugmynd um smækkunarstig heys úr rúUubindivélinni, sem notuð
var við þessa tilraun. Til samanburðar er höfð sambærileg mynd byggð á prófun
múgsaxara (Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1985). Rúllubindivélin hefur einungis
grófskorið heyið, því aðeins 12% þurrefnismassa heysins varð minna en 80 mm að