Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 238
230
Sumarið 1991 var gerð önnur tilraun með samanburð á verkun óskorins og skorins
heys í rúllum. Notað var öllu grófara hráefni en í fyrrnefndri tilraun. Var það
snarrótarpuntur, nær hreinn (90-95%), sleginn l.júlí. Heyið var tekið í rúllur á fjórum
mismunandi þurrkstigum (31-55%). Hér skulu aðeins sýndar meðaltölur árangurs
(Búvísindadeild og Bútæknideild 1992 - óbirt gögn):
7. tafla. Arangur af verkun snarrótarpunts í rúllum.
Óskorið hey Skorið hey Mismunur
Meðalþyngd bagga, kg þe. 236 237 EM
Slæðingur úr bindivél, % 0,9 1,9 P<0,05
Sýrustig heysins, pH 5,54 5,42 EM
FE/kg þe. 0,63 0,61 EM
Hráprótein, % af þe. 16,1 16,0 EM
Lykt, einkunn 3,8 4,5 EM
Mygla, einkunn 4,0 5,0 EM
EM = Ekki marktækur munur (P>0,05).
Munur reyndist lítill á milli tilraunaliðanna tveggja, og aðeins marktækur hvað snerti tapið
sem verður við mótun bagga og bindingu í vél. Þar sallaðist meira úr skorna heyinu en
hinu óskdma svo nam einu prósentustigi af heildarþunga bagga.
LOKAORÐ
Draga má helstu niðurstöður framangreindra heyverkunarúlrauna saman þannig:
• Svo virtist sem meðferð heysins á vellinum vœri viðkvœmasti hluti
verkunarferilsins hvað snerti breytingar áfóðurgildi heysins.
• Forþurrkun heysins að 56-58% þurrefni bœtti fóðrunarvirði þess til muna
(metið með sauðfé). Mátti þar einkum greina bein áhrif þurrkstigs
heysins á lystugleika þess.
• Hjálparefnin reyndust bœta verkun heysins nokkuð og auka fóðrunarvirði
þess. Áhrifa maurasýrunnar gœtti helst í ferska heyinu (28-29%
þurrefni), en Kofa-Pluss hafði einkum áhrifí hinu forþurrkaða heyi
(56-58% þurrejhi). Vandier aðmetaáhrifhjálparefnannaáfóðrunar-
virði heysins til verðs. Þau eru minni en áhrifforþurrkunarinnar.
• Fyrstu niðurstöður benda vart til þess að fá megi kostnað við skurðbúnað
rúllubindivéla greiddan með betri verkun heysins eða lystugra fóðri.
Aðrir þcettir í búnaði vélanna, svo sem þeir er geta haft áhrif á
kostnað plastumbúða, kunna hins vegar að nægja til þess (Gísli
Sverrisson 1993).
Nánari athugunum á viðfangsefnum þessara tilrauna er haldið áfram á Hvanneyri.