Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 242
234
1. tafla. Einkenni gagnanna.
Mjólkurskeið 1 Mjólkurskeiö 2 Mjólkurskeið 3
Færslur 15357 9596 5705
Reynd naut 55 54 41
Óreynd naut 136 122 97
Bú/Bú-tímabil 682/2087 671 627
Meöaltöl og staöalfrávik
Mjölk (kg) 3258 (741) 3963 (782) 4256 (814)
Fita (kg) 131 (33) 162 (35) 173 (37)
Prótein (kg) 111 (25) 137 (27) 147 (28)
Fita (%) 4.01 (0,35) 4,08 (0,37) 4,06 (0,39)
Prótein (%) 3,43 (0,19) 3,46 (0,21) 3,46 (0,21)
tímabil, burðarmánuður, aldur við burð og bil milli burða auk þess hluta nautanna sem talist
geta fullprófuð. Þá er þama Z sem á svipaðan hátt og X tengir afurðaupplýsingamar við
tilheyrandi óreynd naut en u hefur einmitt að geyma slembihrif þeirra. Að síðustu er síðan
vektor e, sem stendur fyrir hina ill-tortímanlegu skekkju. Líkan þetta er sem lesa má feðralíkan
þar sem auk hinna óreyndu, slembivöldu, nauta em höfð með nokkur reynd naut með stóra
dætrahópa. Þessi reyndu naut voru meðhöndluð líkt og bundin hrif og lögðu því ekkert til
dreifniliðar (variance component) feðra en voru höfð með til þess að fjölga í undirflokkum og
bæta tengingar í gögnunum og þannig öryggi matsins. Þessi gögn bjóða ekki upp á að taka
fullkomlega tíllit til hinna þekktu víxlhrifa bú-ár (-árstíð). TTl lausnar þessu vandamáli vora
skilgreind tímabil sem gátu spannað 1 til 7 ár allt eftir hvort hægt var að mynda undirflokk með
a.m.k. 2 kúm. Milli- og innan feðra (sam)dreifniliðir vora metnir með hinni svonefndu REML
(Restricted Maximumum Likelihood) aðferð sem kennd er við Patterson og Thompson (1971).
Þrátt fyrir hinar stórstígu framfarir í tölvutækni og endurbætur í tölulegri aðferðafræði er
REML fjölbreytugreining með 3 eða fleirri eiginleikum gríðarlegt reikningsdæmi, jafnvel fyrir
mun smærri gagnasöfn en hér var unnið með. Ein snjallasta einfoldunin felst í svonefndri
kórvörpun (canonical transformation) sem beita má ef allir gripir í gögnunum hafa hvort-
tveggja upplýsingar um alla eiginleika eða engar upplýsingar og ef sömu flokkar gilda fyrir
bundin hrif fyrir alla eiginleika. Nokkuð auðvelt er að takmarka gögnin þ.a. hægt sé að beita
þessari vörpun á eiginleika innan sama mjólkurskeiðs en þegar um er að ræða eiginleika yfir
fleiri en eitt og sama mjólkurskeið vandast málið því flokkun fyrir bundin hrif brenglast. í því
tilviki varð því að takmarka gögnin við kýr sem upplýsingar höfðu um öll þrjú mjólkurskeiðin
og notast við forleiðréttingar fyrir bundnu hrifin. Leiðréttingarstuðlar vora metnir fyrir þijú
fyrstu mjólkurskeiðin og vora notaðir samlagningarstuðlar fyrir burðarmánuði og bil milli burða
en margföldunarstuðlar fyrir aldur.