Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 243
235
Að lokum voru síðan metin tvímælingargildi fyrir eiginleikana fimm þ.e. mjólk (kg), fitu
(kg,%) og prótein (kg,%) og notaðar allar tiltækar upplýsingar um fyrsta til þriðja mjólkurskeið
hinna 15.357 kúa sem áður eru nefndar. Fyrir þessa greiningu þarf í raun einungis að bæta
einum lið við jöfnu (1) þ.e. Wc, þar sem W er fylki sem tengir afurðaupplýsingar við tilheyrandi
slembihrif fyrir kýr sem geymd eru í vektomum c.
Fyrsta mjólkurskeið
Lfkanið sem notað var skýrði u.þ.b. 50% af breytileikanum fyrir magneiginleikana en minna
fyrir prósentumar. Þar af skýrði bú-tímabil eðlilega langmest eða allt upp í 36%. Af hinum
svonefndu minni háttar (minor) umhverfisþáttum reyndist aldur við burð mikilvægastur hjá
magneiginleikunum en áhrif þessara þátta er sáralítil á prósentueiginleikana. Erfða- og
svipfarsfylgni auk arfgengisstuðla fyrir eiginleikana fimm innan fyrsta mjólkurskeiðs má lesa úr
2. töflu. Þar er fátt sem kemur verulega á óvart ef tekið er mið af hliðstæðum eriendum
rannsóknum. Þó má benda á að nokkuð lægra arfgengi kemur fram á fitu % en almennt hefur
fundist erlendis en kemur þó heim og saman við rannsókn Jóns V. Jónmundssonar (1980) þar
sem mjólkurskeiðsafurðir voru lagðar til grundvallar.
2. tafla. Eríbafylgni (neðan homalínu), svipfarsfylgni (ofan homalínu) og arfgengi (homalína) með
staðalskekkju, hinna fimm eiginleika innan fyrsta mjólkurskeiðs.
Mjólk (kg) Fita (kg) Prótein (kg) Fita (%) Prótein (%)
Mjólk (kg) 0,23 ± 0,04 0,90 ± 0,00 0,96 ± 0,00 0,04 ± 0,01 -0,17 ± 0,01
Fita (kg) 0,91 ± 0,02 0,17 ± 0,03 0,91 ± 0,00 0,45 ± 0,01 -0,02 ± 0,01
Prótein (kg) 0,95 ± 0,01 0,95 ± 0,02 0,18 ± 0,03 0,12 ± 0,01 0,09 ± 0,01
Fita (%) -0,28 ± 0,12 0,13 ± 0,13 -0,07 ± 0,14 0,18 ± 0,03 0,33 ± 0,01
Prótein (%) -0,52 ± 0,09 -0,26 ± 0,12 -0,22 ± 0,12 0,68 ± 0,08 0,37 ± 0,05
Mjög há erfðafylgni fannst milli magneigirtleikanna sérstaklega þó fyrir próteinið.
Samkvæmt þessu má ná fram auknu próteinmagni með því að velja eftir mjólkur- eða fitumagni
eða með beinu úrvali fyrir próteini en þó skal bent á að neikvæð erfðafylgni er milli
próteinmagns og prótein %, nokkuð sem komið hefur fram í nýlegum erlendum rannsóknum en
yfirleitt hefur verið gert ráð fyrir að samband sé örlítið jákvætt. Þetta er í raun afleiðing hinnar
háu neikvæðu fylgni milli mjólkur og prótein % annars vegar og hinni gríðarháu jákvæðu fylgni
milli próteinmagns og mjólkur hins vegar.
Fyrstu þrjú mjólkurskeið
í 3. töflu eru sýnd meðaltöl og staðalfrávik, niðurstöður um erfða- og svipfarsfylgni auk
arfgengis úr greiningu þar sem þrjú fyrstu mjólkurskeiðin eru skoðuð samtúnis.