Ráðunautafundur - 15.02.1993, Qupperneq 244
236
3. tafla Erfðafylgni (neðan homalínu), svipfarsfylgni ofan homalínu) og arfgengi (hornalína) með
staðalskekkju, fyrir magneiginleika yfir þrjú fyrstu mjólkurskeiðin.
Eiginleiki M.sk M.tal SD 1 2 3
1 3557 675 0,17 ± 0,05 0,39 ± 0,01 0,38 ± 0,01
Mjólk (kg) 2 4336 715 0,76 ± 0,14 0,12 ± 0,04 0,41 ±0,01
3 4681 764 0,66 ±0,17 0,95 ± 0,13 0,10 ± 0,04
1 144 30 0,17 ± 0,05 0,34 ± 0,01 0,31 ±0,01
Fita (kg) 2 175 32 0,70 ±0,17 0,10 ± 0,04 0,37 ± 0,00
3 188 35 0,59 ± 0,20 0,99 ± 0,03 0,09 ± 0,04
1 121 23 0,14 ± 0,05 0,39 ± 0,01 0,36 ± 0,01
Prótein (kg) 2 148 25 0,66 ±0,17 0,11 ± 0,04 0,44 ± 0,01
3 159 27 0,51 ±0,19 0,96 ±0,13 0,11 ± 0,04
Eins og búast mátti við eru arfgengistölur lægri hér en í greiningunni með fyrsta
mjólkurskeið einungis, þar sem unnið er með verulega valin gögn, þ.e. hér eru einungis með kýr
sem mjólkuðu öll þrjú fyrstu mjólkurskeiðin. Til þess að fá fram óbjagað mat úr greiningu sem
þessari þurfa hins vegar að vera með í gögnunum allar þær upplýsingar sem leitt hafa til úrvals.
Arfgengistölur fara lækkandi í seinni mjólkurskeiðum og er það í fullu samræmi við aðrar
rannsóknir. Eins og sjá má er erfðafylgni milli fyrstu tveggja mjólkurskeiðanna á bilinu 0,66 til
0,76 sem segir okkur strax að það hljóti að vera rangt að álíta þetta nákvæmlega sama
eiginleikann eins og oft hefur verið gert. Erfðafylgni milli annars og þriðja mjólkurskeiðs bendir
hins vegar til að þar séu nokkuð sömu erfðavísamir á ferðinni. Svipfarsfylgni er á mjög svipuðu
róli fyrir allar samsetningar, nálægt 0,40, en þó lægst fyrir fituna. Þetta er áhugavert að bera
saman við niðurstöður útreikninga á tvímælingagildi fyrir þessa sömu eiginleika en þar kemur í
Ijós að tvímælingagildi fyrir mjólk og próteinmagn er 0,40 en nokkru lægra eða 0,34 fyrir
fitumagn.
KYNBÓTAEINKUNNIR 1992 MEÐ EINSTAKLINGSLÍKANI
Efniviður
Ein stærsta breytingin með tilkomu einstaklingslíkansins og einn höfuðkostur þess er að allar
tiltækar upplýsingar eru nýttar. í því eru m.a. notaðar allar fáanlegar upplýsingar um ættemi
beggja kynja eins langt aftur og þær eru skráðar. Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem
réttastar og hefur því mikill tími og vinna farið í að finkemba og auka þann gagnabanka sem
geymir ættemisupplýsingar og í framhaldi af því verður að leggja mikla áherslu á vandaðar
ættemisfærslur í skýrsluhaldinu. í keyrslum sem gerðar vom í nóvember 1992 vom alls 43.313
gripir með í einstaklingslíkaninu. Þama var um að ræða 47.087 afurðafærslur 22.668 kúa sem
bám fyrsta kálft á tímabilinu júlí 1982 til nóvember 1991, auk gripa sem eingöngu vora tíl