Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 248
240
Vœntanlegur ávinningur hins nýja kynbótamats
Þegar breytt er um aðferðir vaknar sú spuming oft hve miklar eru breytingamar eða hvað er
ávinningurinnn mikill. Gerð var könnun á því hve mikið uppröðun nautanna eftir gömlu og nýju
aðferðinni breyttist. Þar kom í ljós að raðfylgnistuðull (rank correlation) milli aðferðanna var
um 74% sem er mjög í líkingu við það sem vænst var samkvæmt erlendum niðurstöðum. Þar
ber þó að benda á að mismunur í röðun kemur langmest fram yfir árganga en naut innan sama
árgangs raðast líkar eða eins. Breytingamar hvað varðar kýmar verða þó mun augljósari enda
má gera ráð fyrir að einn stærsti ávinningurinn fyrir íslenska nautgriparækt með þessu kerfi
verði í vali á nautsmæðrum. I fyrsta lagi er einkunn kúnna mun nákvæmari og ömggari þar sem
allar tiltækar upplýsingar em nýttar,þ.e. um einstaklinginn sjálfan og allt hans skyldulið. í öðm
lagi komum við til með að finna afburðakýmar mun fyrr í þessu kerfi eða í raun um leið og
fyrsta mjólkurskeiði er lokið. í löndum þar sem þessum aðferðum hefur verið beitt um árabil,
þ.e. BLUP feðra-móðurfeðralíkani og síðar einstaklingslíkani, eins og Norður Ameríku, ftaliu
og Hollandi em erfðaframfarimar gríðarlegar. Þar em auðvitað margfalt stæni erfðahópar og
skipti á erfðaefni milli landa heil atvinnugfein. Á Ítalíu þar sem ffamfarimar hafa gengið
hraðast, og raunar hraðar en áður var talið fræðilega mögulegt, er erfðaframförin mæld 3% af
meðalnyt árlega. Þessum árangri er einungis hægt að ná með því hreinlega að velja úr bestu
nautsfeðrum heimsins og æxla þeim við toppinn af heimakúnum þar sem allir gripimir em
metnir á sama grunni7þ.e. einstaklingslíkani. Okkar ávinningur af notkun þessara nýju aðferða
er að sjálfsögðu ekkert í líkingu við þetta en allt bendir engu að síður til þess að hann sé
vemlegur. Þegar notað er einstaklingslíkan, má auðveldlega finna út erfðaffamför í stofninum
einfaldlega með því að reikna aðhvarf meðalkynbótagildis á fæðingarár. Ef erfðafiamförin er
skoðuð með þessari aðferð, og þeim gögnum sem hér er áður lýst, kemur í ljós að hún er u.þ.b.
0,33% af meðalnyt í hveiju hinna þriggja mjólkurskeiða. Þetta virðist lítið í samanburði við
stóm mjólkurframleiðslulöndin sem áður er getið en er þó sambærilegt við mörg lönd á svipuðu
framleiðslustigi (Sigurðsson o.fl. 1992). Til þess að reyna að átta sig á því hvað þetta er stór
hluti af ffæðilega mögulegri erfðaframför í mjólkurkúastofninum vom gerðir útreikningar þar
sem líkt var mjög nákvæmlega eftir aðstæðum með svonefndum runureikningum (simulations)
(Sigurðsson og Ámason 1993). Þar sem þessir reikningar byggjast algjörlega á úrvali eftir
einstaklingslíkani er þetta einnig mælikvarði á væntanlegan ávinning hins nýja kynbótamats. í
stuttu máli vom niðurstöður þessa á þá lund að með fullkomnu úrvali eftir einstaklingslíkani
ætti ffæðilega að vera unnt að ríflega tvöfalda þá erfðaframfór sem nú mælist í stofninum.
Einn er sá þáttur sem ekki má gleyma þegar einstaklingslíkan er notað sem tæki til úrvals,
en það er skyldleikarækL Þetta á þó sérstaklega við um litla lokaða erfðahópa eins og íslensku
búfjárstofnana. Væri einstaklingslíkani beitt blint yrði fastlega um að ræða aukningu
skyldleikaræktar innan stofnsins. Líkan það sem kynbótaeinkunnimar era reiknaðar eftir tekur
fullt tillit til skyldleikaræktar og leiðrétdr fyrir henni. Það hins vegar gerir ekkert til þess að
lágmarka skyldleikaræktaraukninguna sem óneitanlega verður, sé ekkert að gert. Það er því