Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 251
243
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Samanburður á bleikjustofnum
Emma Eyþórsdóttir,
Þuríður Pétursdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og
Einar Svavarsson
Bœndaskólanum Hólum
INNGANGUR
Bleikja er tiltölulega ný eldistegund á íslandi og er bleikjueldi enn sem komið er aðeins
stundað í smáum stfl bæði hérlendis og erlendis. Árið 1988 skipaði Rannsóknaráð ríkisins
starfshóp um rannsóknir í bleikjueldi og var honum falið að vinna álitsgerð um möguleika
bleikjueldis og rannsóknaþörf f greininni. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu, að
brýnasta rannsóknaverkefni á þessu sviði væri samanburður bleikjustofna í eldi, því að í Ijós
kom að bleikjueldi virtist ganga mjög misjafnlega þar sem það var hafið og yfirleitt hafði
fiskur verið tekinn úr næstu á eða vatni og ekkert vitað um eiginleika stofnsins.
f framhaldi af þessu var ráðist í tilraun með samanburð bleikjustofna, sem hófst
haustið 1989 og lauk haustið 1992. Að verkefninu stóðu Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Bændaskólinn á Hólum og Hólalax, Búnaðarfélag íslands og Veiðimálastofnun.
Rannsóknaráð rfldsins og Framleiðnisjóður landbúnaðarins fjármögnuðu verkefnið fyrir utan
vinnu fastráðinna starfsmanna á áðumefndum stofnunum og í eldisstöðvum þar sem tilraunin
fór fram.
Markmið tilraunarinnar var að bera saman bleikjustofna í eldi, frá klaki og þar til
sláturstærð er náð, með tilliti til vaxtargetu, kynþroskaaldurs og ytra útlits.
Verkefnið skiptist í tvo aðskilda áfanga, seiðaeldi og matfiskeldi. Hér verður gerð
grein fyrir helstu niðurstöðum úr báðum áföngum, en stiklað verður á stóru þar sem verkefnið
er mjög umfangsmikið. Stuðst er við tvær áfangaskýrslur um fyrri hluta verkefnisins, annars
vegar um seiðaeldið á Rala (Þórey Hilmarsdóttir og Emma Eyþórsdóttir 1992) og um upphaf
matfiskeldis (Stefán Aðalsteinsson o.fl. 1992).
Erlendar rannsóknir, þar sem bleikjustofnar hafa verið bomir saman í eldi, hafa sýnt
fram á mun milli stofna bæði í Svíþjóð, Noregi og Kanada (Öhrberg 1985, Berg 1989,
Reinsnes 1984, Dempson 1984). Samanburður á laxastofnum í Noregi hefur einnig leitt í
ljós stofnamun (Gunnes og Gjedrem 1978). Rannsóknir á villtri bleikju á Islandi, t.d. í
Þingvallavami, hafa einnig sýnt að vemlegur munur er á stærð og útliti bleikjustofna í