Ráðunautafundur - 15.02.1993, Qupperneq 253
245
frumfóðrunar. Seiðin voru flutt úr klakrennum í 1 m3 ker um 50 dögum eftir klakhámark
(mars-apríl) á Rala en voru frumfóðruð í klakrennum á Hólum fram í júlí en eftir það voru
Hólaseiðin sett í 4 m2 ker. Seiðin voru alin við 6-7°C að meðaltali fram að flokkun á Hólum
en meðalhiti eftir flokkun var um 10°C. Meðalhiti á Rala var 7-8°C. Flokkað var sumarið
1990 og haldið eftir 1200 seiðum í hverjum hóp á báðum stöðum.
Seiðin voru vigtuð á 3ja vikna fresti á Rala, fyrst um 11 vikum eftir klak, alls 4 sinnum
fyrir flokkun og 5 sinnum eftir flokkun. Auk þess voru u.þ.b. 100 seiði af hverjum stofni
einstaklingsvigtuð í júlí og desember 1990. Á Hólum voru vigtanir óreglulegar framan af
vegna mikilla affalla fram að flokkun í júlí/ágúst. Eftir flokkun var vigtað á 3ja vikna fresti,
40 fiskar í hverjum hóp, alls 8 sinnum.
Niðurstöður
AfEÖll á hrognastigi voru mjög misjöfn eftir stofnum á báðum stöðum. f 2. töflu eru afloll á
hrogna- og seiðastigi sýnd eftir stofnum, ásamt meðalstærð hrogna. í þeim hópum þar sem
affoll voru mikil á hrognum var yfirleitt hátt hlutfall af ófijóvguðum hrognum.
2. tafla. Meöalþvermál hrogna og afíöll á hrogna- og seiðastigi
á Rala og Hólum.
Stofn Þvermál Hrognastig Seiðastig
hrogna Rala Hólar Rala Hólar
(mm) % % % %
Brúará 43 5 10,8
Miðfjarðará 4,1 5 10 18,0 76,7
Víðidalsá 4,5 1 1 93 83,6
Sogið 43 36 - 5,0 -
Ólafsfjarðará 4,3 2 5 7,4 743
Vatnsdalsá 4,3 1 2 11,1 85,6
Grenlækur 4,3 4 - 7,7 -
Hrútafjarðará 4,2 6 11 26,1 823
Ölvesvatn 4,8 1 9 2,4 34,3
Hólableikja 4,1 1 5 17,9 78,4
Litlaá 4,7 1 2 10,5 81,4
Eldvatn a 3,9 41 - 23,9 -
Eldvatn b 3,9 28 - 243 -
Laxárvatn 5,1 - 21 - 8,9
Meðaltal 4,3 103 73 13,4 673
Affoll á seiðastigi koma einnig fram í 2. töflu. Eins og sjá má var mjög mikill munur á
affollum milli staða og varð nánast hrun í öllum stofnum nema Ölvesvatns- og
Laxárvatnsseiðum á Hólum. Á Rala var ástandið mun betra og afföllin náðu hvergi 30%.
Ekki liggur fyrir hvað olli þessum mikla mun á affóllum, en þess ber að geta, að reynsla
eldismanna af seiðaeldi á bleikju er víða í samræmi við það sem gerðist í tilrauninni á Hólum.
Fljótlega kom í ljós mismunandi vaxtarhraði milli stofna. Eftir flokkun í júní var
meðalþungi seiða á Rala 2,5 g og einstakir stofnar voru frá 2,04 g upp í 4,21 g að meðaltali.