Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 254
246
Flokkað var f júlí og ágúst á Hólum og í fyrstu mælingu eftir flokkun var meðalþyngd seiða af
hverjum stofni frá 3,37 g upp í 4,95 g fyrir utan Laxárvatnsseiðin, sem voru mun þyngri vegna
aldursmunar.
í 3. töflu eru meðaltöl einstaklingsmælinga á báðum stöðum í lok seiðaeldis um áramót
1990/1991. Mælingamar voru gerðar áður en flokkað var fyrir merkingu. Samanburður milli
staða á tæplega rétt á sér hér, þar sem töluverður aldursmunur var milli hópa, auk þess sem
vatnshiti var mismunandi eins og áður er getið.
3. tafla. Meðalþyngd og lengd seiða á Rala og Hólum í lok seiðaeldis.
Allir stofnar voru vigtaðir samtímis á Rala, en á Hólum voru hópamir
vigtaðir við sama aldur. Ekki er leiðrétt fyrir misjöfnum aldri hópa.
Stofn Fjöldi RALA Þyngd g Lengd sm Fjöldi HÓLAR Þyngd g Lengd sm
Brúará 109 29,5 14,0
Miðfjarðará 80 41,9 14,5 80 27,8 14,7
Víðidalsá 80 43,5 15,4 80 47,8 16,7
Sogið 97 25,6 13,4 - - -
Ólafsfjarðará 90 36,3 14,7 80 26,6 13,7
Vatnsdalsá 88 25,9 13,5 80 26,7 13,8
Grenlækur 86 52,3 16,8 - - -
Hnítafjarðará 81 27,2 14,0 80 30,0 14,6
Ölvesvatn 102 67,8 17,1 120 65,3 17,6
Hólableikja 95 47,1 16,0 80 45,5 16,1
Litlaá 73 47,7 16,3 80 393 15,8
Eldvatn a 87 32,8 14,3 - - -
Eldvatn b 93 33,9 14,5 - - -
Laxárvatn* - - - 80 67,8 18,0
Samtals og
meðaltal 1161 39,3 15,0 760 43,0 15,6
í 3. töflu kemur greinilega fram að seiði af Ölvesvatnsstofni höfðu náð geysilegu forskoti á
alla aðra stofna á Rala og alla nema Laxárvatnsseiðin á Hólum, sem voru svipuð að þyngd.
Næst á eftir komu seiði af Grenlækjar-, Hóla, og Litluárstofnum, með Víðidalsárstofn skammt
á eftir. Þessir stofnar stóðu því betur að vígi í upphafi seinni áfanga verkefnisins.
MATHSKELDI
Framkvœmd.
Á Rala voru bleikjuseiðin merkt með einstaklingsmerkjum með hlaupandi númeraröð frá 19.
desember 1990 til 18. janúar 1991. Þar voru seiði af hverjum stofni merkt á einum til tveimur
dögum og skipt jafnóðum í 8 hópa, einn fyrir hverja prófunarstöð. Á Hólum voru seiðin
merkt frá 22. janúar til 8. febrúar og þar var merkt í hverja stöð fyrir sig, þannig að merking
hvers stofns dreifðist á allt tímabilið. Seiðin voru flutt í samvinnustöðvar um mánaðamótin
janúar-febrúar frá Rala og í febrúar frá Hólum. Þar voru seiðin sett saman í eitt ker á hverjum