Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 255
247
stað. Tilgangur þess að dreifa seiðum á margar prófunarstöðvar var að mæla frammistöðu
stofnanna við mismunandi aðstæður.
Upphaflega var miðað við að ala um 2000 fiska í hverri stöð, nema á Rala þar sem
ekki var rúm fyrir nema lítinn hóp. Ákveðið var að skipta einum hópnum milli tveggja stöðva
á Austurlandi og þangað fóru því um 1000 seiði á hvom stað. Samvinnustöðvamar vom 6 í
upphafi, auk Rala og Hóla. Þær vora eftirfarandi:
- Þverfell ( Lundareykjadal, þar sem kalt vatn var tekið úr læk töluvert neðan við
upptökin og heitt vatn úr borholu rétt við kerið sem var útivið. Þar var hægt að halda
hitastigi í a.m.k. 4°C og upp í 10°C.
- Fljótalax í Fljótum, þar sem vatnshiti var um 6-10°C að staðaldri og möguleiki á sjó
(sem ekki var nýttur). Kerið var þar undir þaki.
- Ormsstaðir ( Eiðaþinghá, þar sem notað var vatn úr læk sem kólnaði og hitnaði eftir
veðurfari. Hitinn fór niður í frostmark á vetuma en upp í 17°C þegar heitast varð að
sumrinu. Þar var tjaldað yfir steinsteypt ker með byggingarplasti til að verjast veðmm.
- Seldalur í Norðfirði, þar sem eins var ástatt og á Ormsstöðum, vatnið tekið úr læk og
hitinn sveiflaðist því með lofthita. f Seldal var kerið einnig steinsteypt og haft inni í
gamalli hlöðu.
- Tungulax (Landbroti, þar sem vatn var tekið úr uppistöðulóni og sveiflaðist það með
lofthita, frá 0°C og upp í 15°C. Einnig var hægt að nota lindarvatn til að minnka
sveiflumar. Þar var fiskurinn alinn í dúkkeri undir bemm himni.
- Fjðrfiskur ( Þorlákshöfn, þar sem notað var gmnnvatn sem var að staðaldri 6°C heitt
og einnig hægt að fá sjó. Þar vom seiðin alin við 2% seltu fram í janúar 1992, en
seltan lækkuð eftir það
Auk þessara stöðva vom seiði alin áfram á Rala og í Hólalaxi. Upplýsingar um
stöðvamar em teknar saman í 4. töflu.
Frá Rala vom sendir 60 fiskar af hvetjum stofni í hverja stöð, nema þeim stofnum sem
ekki vora á Hólum, af þeim vom sendir 120 fiskar, og 60 í Ormsstaði og Seldal. Af
Hólastofni lifði ekki nægilegur fjöldi svo að aðeins vom send 54 seiði af þeim stofni í
stöðvamar. Engin seiði vora send frá Rala í Hólalax.
Frá Hólalaxi fór nokkuð breytilegur fjöldi seiða eftir því hvort samsvarandi hópur var
líka til á Rala og eftir fjölda undirhópa (kreistingardaga) af hveijum stofni. í nokkram hópum
var ekki nægur fjöldi merkingarhæfra seiða til þess að hægt væri að senda seiði úr þeim á
allar stöðvar. Á Ormsstöðum og í Seldal vom t.d. aðeins 30 fiskar af Miðfjarðarár- og
Vatnsdalsárstofnum, þar eð engin seiði komu af þeim stofnum frá Hólalaxi. Hins vegar sendi
Hólalax frá sér 140 seiði af Víðidalsár- og Ólafsfjarðarárstofnum í flestar stöðvar og 220 seiði
af Ölvesvatnsstofni. Af þessu leiddi að fjöldi seiða úr hverjum stofni í tilrauninni var frá 630
upp í 1804.