Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 258
250
I- yijk=lí+ai+bj +sk +sbij+eijk
H. yijk==P-+ai+bj+d(Xijk)+sk+sbij+eijk, þar sem:
yijk = In af þunga einstakra fiska,
a,- = föst hrif (fixed efífect) af uppruna seiða (i = 1,2),
bj = föst hrif eldisstöðva (j = 1...8),
d(xijk)= aðhvarf þunga á merkingarþunga (á ln skala),
sk - slembihrif (random efifect) stofna (k = 1...15),
sbij = slembivíxlhrif (random interaction) stofna og stöðva,
eijk = skekkjuliður.
Líkan I var notað við mat á þunga á hverjum tíma og líkan II við mat á vexti frá
merkingu (uppgjör á þunga, leiðrétt fyrir upphafsþunga gefur mat á vexti á tímabilinu).
Reiknuð gildi (predicted values) fyrir stofna sem fást úr þessum útreikningum eru BLUP
gildi, þ.e. besta línulega óskekkta spá, eða eins konar kynbótagildi fyrir stofna. Gildi sem birt
eru í töflum og á myndum um mun milli stofna eru reiknuð til baka frá umreiknaða skalanum,
og sýnd sem hlutfall af Eldvatnsstofni sem er gerður að viðmiðun (meðaltal Eldvatnshópa sett
= 100). Staðalskekkja á mun milli stofna á því við lógaritma (ln) af margfeldi milli stofna en
ekki mismun.
Áhrif kynþroska á þunga og vöxt voru metin með því að bæta inn í líkönin föstum
hrifum af kynþroska. Á sýnatökufiski var kynþroski skráður sem 0 eða 1 og sá fiskur talinn
kynþroska þar sem hlutfall kynkirtlaþunga af heildarþunga var hærra en 1,5%. Á lifandi fiski
voru kynþroskaáhrif metin sem föst hrif kynþroskaeinkunnar (1...6).
Tolffæðiforritið Genstat var notað við alla útreikninga.
Nidurstöður
Vöxtur. Á 1. mynd er sýndur meðalþungi stofna við merkingu og er stofnum raðað eftir þunga.
Þá þegar var mikill munur á stofnum, eins og fram kom í umfjöllun um seiðaeldið.
Meðalþungi seiða í hverri stöð í upphafi var nánast sá sami, um 65 g, en breytileiki innan
stöðva var mikill og nokkuð misjafn (frávikshlutfall var frá 0,33 til 0,47).
Eins og vænta mátti var vöxtur mjög misjafn eftir stöðvum og á 2. mynd má sjá
þungabreytingar á tilraunatímanum í þeim stöðvum þar sem fiskur var til við lokamælingu f
júlí. Myndin sýnir að mismunandi aðstæður hafa haft mikla þýðingu fyrir vöxt bleikjunnar á
tilraunatímanum og má því segja að markmið varðandi prófun við misjafnt atlæti hafi náðst,
að öðru leyti en því að ekki fékkst mat á vöxt í söltu vatni. Lélegur vöxtur í Fjörfiski stafar
ekki síður af vandkvæðum við rekstur stöðvarinnar en af söltu eldisvatni og nýtast niðurstöður
þaðan því ekki eins og til var ætlast.
Á 3. mynd eru sýndar þungabreytingar eftir stofnum yfir tilraunatímann (bein meðaltöl
allra sýnatökufiska á hverjum tíma). Vaxtarferill stofnanna er greinilega mjög breytilegur,
lökustu stofnamir uxu mjög hægt allan tímann, en aðrir uxu jafnt og þétt til loka
tilraunarinnar. í lokin var þyngsti stofninn tæp 1200 g að meðaltali en sá lakasti um 200 g. f