Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 263
255
Sfofnar
kynk.þungl 22 kynþr.elnkunn
6. mynd. Samanburður á tfðni kynþroska eftir stofnum, metið út frá
þunga kynkirtla og einkunnagjöf á lifandi fiski.
Þegar meðaltöl um kynþroskahlutfall (1+) og vöxt eru borin saman fyxir einstaka
stofna kemur fram nokkuð mótsagnakennd niðurstaða. Annars vegar eru stofnar þar sem
neikvætt samhengi virðist vera milli kynþroska og vaxtar, t.d. Ölvesvatnsstofn,
Grenlækjarstofn, Vatnsdalsárstofn og hins vegar stofnar með hátt kynþroskahlutfall og mikinn
vöxt, t.d. Hólableikja og Litluárbleikja. Mat á áhrifum kynþroska á vöxt, leiddi í ljós neikvætt
samhengi, þ.e. fiskur sem sýndi kynþroskaeinkenni óx almennt hægar en einkennalaus fiskur.
Hlutfallslegur vöxtur kynþroska fiska miðað við ókynþroska fiska (100%) frá merkingu fram í
oktober ’91 var 86,3% (leiðrétt fyrir stöðva- og stofnamun), reiknað á 842 fiskum. Þegar
kynþroskaeinkunn var tekin inn í uppgjör á þunga í október ’91 og júli ’92 kom fram svipað
samhengi þ.e. að dregið hafði úr vexti fiska sem voru komnir með kynþroskaeinkenni. í 9.
töflu er sýndur hlutfallslegur vöxtur frá merkingu fram í október ’91 og júlí ’92 eftir
kynþroskaeinkunn í október.
9. tafla. Hlutfallslegur vöxtur bleikju frá merkingu ffam í október (1+)
og júlí (2+) eftir kynþroskaeinkunn í október.
Einkenni Eink- Jan-Okt Jan-Júlí
unn Fjöldi Vöxtur Fjöldi Vöxtur
Enginn kynþroski i 4400 1,000 1791 1,000
Kynþr. hængar 2 109 0,896 47 0,598
Kynþr. hrygnur 3 207 1,009 111 0,936
Kynþr. óvíst kyn 4 351 0,913 168 0,626
Rennandi hængar 5 490 0,794 187 0,602
Rennandi hrygnur 6 12 0,859 8 0,871
Samtals og skekkja* 5569 0,0714 2312 0,0983
* Staðalskekkja á ln af margfeldi milli gilda.
Niðurstöður í 9. töflu sýna að afturkippur í vexti vegna kynþroska kemur fyrst og fremst fram