Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 264
256
hjá hængum og að kynþroski við 1+ aldur hefur aðallega áhrif á vöxtínn næstu mánuði á eftir.
Áhrif kynþroskaeinkunnar eru lítíl í október en mun meiri í júlí.
Útlitseinkunnir. Toluverður munur kom fram milli stofna í útlitseinkunnum, sérstaklega í
litstyrk og litblæ. í ljós kom að Ölvesvatnsstofninn var almennt öðru vísi á litinn en aðrir
stofnar, mjög ljós á lit og grænleitur. Dálítíð bar á svipuðum einkennum hjá fiski af
Laxárvatnsstofni. f 10. töflu er sýndur munur á nokkrum litareinkunnum milli þessara tveggja
stofna og allra hinna í júlí 1991.
10. tafla. Hlutfall fiska með dökkt bak, grænan litblæ og gulan kvið í júlí
1991. Ölvesvatnsbleikja og Laxárvatnsbleikja bomar saman við aðra stofna.
Stofn Fjöldi Dökkt bak % Gulur kviður % Grænn Iitblær %
Ölvesvatn 127 32,3 433 66,9
Laxárvatn 65 27,7 12,3 60,0
Aðrir stofnar 901 64,4 10,1 15,5
í töflunni kemur umræddur litarmunur skýrt ffam, þar sem allt að 2/3 af
Ölvesvatnsbleikjunni og Laxárvatnsvatnsbleikjunni voru með grænan litblæ, sem var
tíltölulega óalgengur í öðrum stofnum þar sem flestir fiskar eru með gráan eða móleitan
litblæ. Sami munur kom fram í lit á baki þar sem dökkt bak var algengast í öðrum stofnum en
einungis þriðjungur fiska af þessum tveimur stofnum var með dökkt bak. Ölvesvatnsstofninn
var auk þess mun þykkvaxnari en aðrir stofnar strax við merkingu, sem kom fram í háum
holdastuðli. Við merkingu var holdastuðull Ölvesvatnsseiðanna 1,25 og meðaltal allra stofna
1,10 og í október ’91 voru samsvarandi tölur 1,48 og 1,22. Laxárvatnsbleikjan var einnig
töluvert ofan við meðaltal í holdastuðli.
Mikill áhugi er á að finna samhengi milli útlitseinkenna og kynþroska og voru
útlitseinkunnir í október ’91 skoðaðar sérstaklega með tilliti til kynþroska. Erfitt reyndist að
finna afgerandi útlitseinkenni fyrir kynþroska fisk út frá einkunnum og áttí það sérstaklega
við um ljósu stofnana. Samhengi var einna helst rrúlli kynþroska og silfrunar á hliðum hjá
hængum, þar sem kynþroska hængar virtust tapa silfrun. Rauður kviður og dökkir jaðrar á
eyruggum og kviðuggum voru einnig áberandi kynþroskaeinkenni á hængum en komu ekki
fram hjá kynþroska hrygnum. Þessi einkenni koma inn í einkunnagjöf fyrir kynþroska sem
áður var getið (sjá 6. töflu) og virðist sú einkunnagjöf áreiðanlegri til greiningar á kynþroska
en einstakar útlitseinkunnir.
EFNAINNIHALD OG GÆÐAMAT
Framkvœmd
í ágúst 1992 voru tekin sýnishom af öllum stofnum nema Brúarár- og Sogsbleikju, til
efnagreininga og gæðamats á flökum. Miðað var við að fiskamir hefðu náð sláturstærð, þ.e.