Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 267
259
möguleika á að ná upp því forskoti sem þyngstu hópamir náðu á seiðastigi. Þnlitna bleikjan,
sem vex hraðast í síðari hluta tilraunarinnar gerir ekki meira en að slaga upp í næstbestu
stofnana í lok tilraunarinnar. Laxárvatnsstofninn virðist haga sér öðru vísi en aðrir stofnar og
dregst meira og meira aftur úr eftir því sem á líður þrátt fyrir góðan þunga í upphafi. Því má
ætla að forskot Laxárvatnsseiðanna í upphafi sé fyrst og firemst vegna aldursmunar og einnig
er hugsanlegt að kynþroski á 1. ári í þessum stofni geti skýrt þennan vaxtarferil.
í tilrauninni kom ekki fram verulegur munur á röð stofnanna við mismunandi
aðstæður, þar sem tiltölulega lágt hlutfall breytileika skýrðist af víxlhrifum stofna og stöðva.
Þessi niðurstaða skiptir miklu máli vegna þess að hún gefur tilefni til að ætla að sami
bleikjustofn geti hentað við breytilegar aðstæður og að ekki sé ástæða til að rækta
mismunandi stofna til eldis við mismunandi aðstæður. Rétt er þó að hafa í huga að möguleiki
er á að samspil erfða og umhverfis geti komið fram við aðrar aðstæður en prófaðar voru í
þessu verkefni.
Niðurstöður verkefnisins í heild gefa til kynna að mikinn erfðabreytileika megi finna í
íslenskri bleikju og því er líklegt að kynbætur á bleikju til eldis geti borið mikinn árangur.
Eðlilegt er að nýta valda einstaklinga úr bestu stofnunum til undaneldis í upphafi og það hefur
raunar þegar verið gert við fyrstu kreistingu á kynbótableikju á Hólum haustið 1992.
ÞAKKIR
Þakkir eru færðar öllum þeim sem unnu að framkvæmd þessa verkefnis sem og Rannsóknaráði ríkisins og
Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem styrktu verkefriið með fjárframlögum.
HEIMILDIR
Berg, A„ 1989. Rpyeoppdrett í Spr-Norge. Cand. scient verkefni, Universitetet i Bergen.
Dempson, J.B., 1984. Identification of anadromous Arctic charr stocks in coastal areas of Northem Labrador. í:
Johnson, L. & B.L. Bums (eds). Biology of the Arctic charr. Proceedings of the intemational symposium on
Arcticcharr. Winnipeg, Manitoba, May 1981. Univ. Manitoba Press.
Elvingson, P. & J. Nilsson, 1992. Phenotypic and genetic parameters of body and compositional traits in Arctic
charr (Salvelinus alpinus). í: Elvingson, P. Studies on body and compositional traits in rainbow trout and
Arctic char. Doktorsritgerð við Sveriges Lantbruksuniversitet, Ultuna.
Gunnes, K. & T. Gjedrem, 1978. Selection experiments with salmon. IV. Growth of Atlantic salmon during two
years in the sea Aquaculture, 15:19-23.
Kuhnlein, H.V. & R. Soueida, 1992. Use and nutrient composition of traditional Baffin Inuit foods. Joumal of
food composition and analysis, 5:112-126.
Mpller, A., E. Sandholt & B.E. Mikkelsen, 1991. Levnedsmiddeltabeller - aminosyrer, kulhydrater og fedtsyrer
i danske levnedsmidler. Storkokkencentret, Levnedsmiddelstyrelsen, Danmark.
Reinsnes, T.G., 1984. Sammenligning av vekst mellom ulike sjprpyestammer. Norsk Fiskeoppdrett, nr. 9, bls
28-29.
Skúli Skúlason, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Hilmar J. Malmquist & Sigurður S. Snorrason, 1992.
Variability in Icelandic Arctic charr. Búvísindi 6 (í prentun).