Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 270
262
niður í u.þ.b. 1% á dag þegar tilraunin hófst. Fiskamir voru merktir með spagettimerkjum með
hlaupandi númeraröð svo hægt var að fylgjast með vexti og kynþroska hjá hverjum
einstaklingi. Kælivél var notuð til að kæla vatnsveituvatn niður í 4 og 6°C en borholuvatn til
að hita það f 8, 10, 12 og 14°C. Rennsli var miðað við 0,5 1/mín/kg fisk og miðað við að
súrefni í frárennsli væri 7 mg/1. Hiti og súrefni var mælt á tveggja vikna ffesti. Þéttni var um
22 kg/m 3 í upphafi.
1. tafla. Yfirlit yfir meðalþyngd í keijum og þéttni í
upphafi tilraunar.
Hiti °C Endur- tekning Fjöldi seiða Meðal- þyngd Þéttni
4 1 50 181,80 22,73
2 50 166,22 20,78
6 1 50 179,14 22,39
2 49 167,90 20,57
8 1 50 176,58 22,07
2 50 171,62 21,45
10 1 50 172,50 21,56
2 50 169,14 21,14
12 1 50 169,62 2U0
2 50 182,74 22,84
14 1 50 170,96 2U7
2 50 168,96 21,12
Samtals Meðaltal 599 173,107 21,64
í desember var grisjað í hópum við 10, 12 og 14°C, þegar þéttni náði 40-45 kg/m 3. f
febrúar var grisjað í hópum við 6 og 8°C en þá hafði þéttnin þar náð allt að 58 kg/m 3. Eftir
það fór þéttni hæst í 49 kg/m 3. Fiskinum var gefið fóður ffá Ewos (Vextra) og fóðraður
ríflega miðað við fóðurtöflu ffá ffamleiðanda, sem gefur upp æskilegt fóðurmagn á dag miðað
við fiskþyngd og hitastig. Notaður var sjálfvirkur fóðrari. Tilraunin hófst í lok júlí 1991 og
stóð fram í júní 1992 eða í 317 daga.
Vanhöld urðu nokkur vegna slysa á tilraunatímanum. f öðru 12°C kerinu drápust 4
fiskar 28. september 1991 og voru nýir fiskar settir í staðinn. Fimm fiskar drápust 14.
nóvember vegna slysa við mælingu tveimur dögum áður. Rafmagn fór af af kælivél 22-24
febrúar og vatnið fraus í henni svo að rennsli minnkaði mikið í kerjum þar sem vatnshiti var
4°C og nokkuð í kerjum þar sem vatnshiti var 6°C. Þá drápust 16 fiskar og voru engir fiskar
settir í staðinn. f kjölfar þessa slyss varð vaxtarstöðvun um tíma hjá fiski í umræddum kerjum.
Fiskurinn var sveltur frá 7 dögum og upp í 14 daga eftir hitastigi áður en honum var slátrað í
júní.
Fiskurinn var vigtaður og lengdarmældur u.þ.b. einu sinni í mánuði. Þá var einnig
athugað hvort úr honum rynnu svil eða hrogn. f lok tilraunarinnar var fiskinum slátrað, hann
kyngreindur, kynkirtlar vigtaðir, lengd og þyngd mæld og gefin einkunn fyrir útlit. Auk þess