Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 279
271
Kynþroski
Niðurstöður tilraunarinnar sýna að hækkandi hitastig örvar kynþroska og kynþroskinn dregur
úr vexti yfir tímabilið. Ljóst er af niðurstöðunum að kynþroski vex ekki með vaxandi
meðalþyngd heldur fyrst og fremst með hækkandi eldishita (6. mynd). Þegar fiskur úr
mismunandi hitastigi er skoðaður með tilliti til markaðshæfni, kemur ljós að kynþroski hefur
veruleg áhrif á gæði hans (5. mynd). Mjög lítill hluti hópanna úr 12 og 14°C teljast hæfir
(20-30%). Um helmingur 10°C hópsins er markaðshæfur og þar af er helmingur sem nær 1
kg þyngd eða meira. Við 8°C hita nær tæplega 60% fiskanna markaðshæfni og þar af nær rétt
rúmur helmingur 1 kg þyngd eða meira. Við lægri hita eru stærðarhlutföllin ekki eins hagstæð
þó að heldur stærra hlutfall hópanna nái gæðamati (þ.e. einkunn 1 eða meira fyrir holdlit).
Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að kjörhiti bleikju af stærðinni 170-1000 g sé
8-12°C, og að ekki sé verulegur munur á vexti á þessu hitastigsbili. Kynþroski hefur þó
afgerandi áhrif á gæði framleiðslunnar og hærri hiti eykur kynþroska. Með tilliti til vaxtar og
kynþroska virðast því 8°C vera heppilegasti eldishitinn, þar til leiðir finnast til að draga úr eða
stöðva kynþroska hjá bleikju í eldi.
ÞAKKIR
Ljúft og skylt er að þakka hér fyrir styik ffá Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem gerði þessa rannsókn
mögulega.
HEIMILDIR
Hoar, W.S., Randall, DJ. & Brett, J.R. ed. (1979). Fish Physiology, Vol. VIH. Bioenergetics and Growth.
Academic Press, Inc.
Jobling, M. (1984 ?). Growth studies with Arctic charr. University of Tromsö, Tromsö, Norway.
Jobling, M„ Pálsson, J.Ö. & Jörgensen, EJ. (1990). Foring og vekst hos röye. Norsk fiskeoppdrett mai,15 nr.6,
4849.
Lyytikainen, T„ Koskela, J. & Rissanen, I. (1990). Nierian kasvu jatkuvassa valossa kuudessa eri lampötilassa.
Suomen Kalankasvattaja - Fiskodlaren 1/90,30-32.
Mosegaard, H„ Svedang, H. & Taberman, K. (1988). Uncoupling of somatic and otolith growth rates in Arctic
charr (Salvelinus alpinus) as an effect of differences in temperature response. Can. J. Fish. Aquat. Sci„ Vol.45,
1514-1524.
Sutterlin, A.M. & Stevens, E.D. (1992). Thermal behaviour of rainbow trout and Arctic charr in cages moored in
stratified water. Aquaculture, 102,65-75.