Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 281
273
Alls voru 840 seiði handahófskennt valin, 210 frá hveijum stofni. Seiðin voru
einstaklingsmerkt (Floy tag, Fine Fabrice plus™) tveimur vikum áður en mælingar hófust
Þyngd seiða í upphafi tilraunar var á bilinu 34-90 g og meðalþyngdin var 57,2 g. Seiðunum
var skipt niður í 7 tilraunahópa (120 seiði í hvert ker, 30 frá hverjum stofni) og voru 2 hópar
ekki sveltir (viðmiðunarhópar A og B), en 5 hópar voru sveltir í 28 daga á mismunandi
árstíma (1. tafla).
1. tafla. Tilraanahópar og sveltitímabi]. Kynjahlutfall var greint í lok tilraunar.
Tilraunahópar Fjöldi (Hængar:Hrygnur) Sveltitímabil
A 120 (63:57) Ekki svelti
B 120 (56:64) Ekki svelti
I 120 (63:57) 17. febrúar - 15. mars
II 120 (62:58) 15. mars - 12. apríl
III 119 (57:62) 15. apríl - 13. maí
IV 120 (56:64) 15. maí - 12. júní
V 119 (53:66) 15. júní - 13. júlí
Allir hópar voru vigtaðir (1,0 g) og lengdarmældir (1 mm) í upphafi og lok sveltitíma
og einnig með 8 vikna millibili á tilraunartímanum. Við mælingar var fiskurinn svæfður í
lausn af benzocaine, 60-100 ppm. í lok tilraunar (nóvember) var öllum fiski slátrað og
kynkirtlar athugaðir með tilliti til kynþroska. Sökum þess að kynþroski var greindur á
hrygningartíma var auðvelt að greina milli kynþroska og ókynþroska fisks.
Tilraunahópamir voru aldir í 600 Ktra keri, sem voru höfð innandyra við náttúrulega
ljóslotu og stöðugt hitastig 7,2 ± 0,3°C. Vatnsrennsli var miðað við 7 mg OVliter í ffárennsli.
Þéttleiki í keijum var 22-23 kg/m3 í upphafi og hafði aukist í 90-112 kg/m3 í lok tilraunar.
Fiskurinn var fóðraður 24 tíma á dag, með þuirfóðri (Ewos Wextra) nr. 3 og 4. Fyrstu vikuna
eftir lok sveltitíma var fiskurinn auk þess handfóðraður.
Holdastuðull, sem er mælikvarði á holdafar fisksins, var reiknaður eftir formúlunni
(þyngd (g) x 100 / lengd (cm)3). Vaxtarhraði milli mælinga var reiknaður eftir formúlunni
((lnXT-lnX,) x 100 /(T-t)), þar sem XT og X, er þyngd eða lengd við tíma T og t og (T-t) er
fjöldi daga milli mælinga. Ki-kvaðrat próf, F-próf og Mann-Whitney U-próf eru notuð við
tölfræðigreiningu.