Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 285
277
UMRÆÐA
Niðurstöðumar sýna að tímabundið svelti á miðjum vetri hefur marktæk áhrif á kynþroska hjá
bleikju á komandi hausti, og staðfesta að með einfaldri fóðurstýringu er mögulegt að hefta
kynþroskann verulega. Áhrif sveltis eru að miklu leiti bundin við árstímann. Sveltitími frá
17. febrúar til 15. mars hafði marktæk áhrif á kynþroska hjá báðum kynjum (1. mynd) og
hafði einnig marktæk áhrif á kynþroska hjá öllum fjórum bleikjustofnunum (2. tafla).
Áhrif af tímasetningu sveltisins eru mismunandi milli kynja og hafði svelti eftir 15.
mars aðeins áhrif á kynþroska hjá hrygnum. Niðurstöður tilraunarmnar eru því að miklu leyti
í samræmi við Thorpe o.fl. (1990), sem kannaði áhrif sveltis á tímabilinu ffá desember til maí
á 2+ kynþroska hjá laxi. Þar kom fram að á tímabilinu frá febrúar til mars hafði svelti mest
áhrif á kynþroska beggja kynja laxsins, en hrygnur voru móttækilegri fyrir áhrifum sveltisins
yfir lengra tímabil en hængar. Það sýnir að orkuforði og uppbygging fiturforða sé
mikilvægari þáttur fyrir kynþroskaferlið hjá hrygnum en hængun, enda er uppbygging
kynkerfa jafnan orkufrekari hjá hrygnum en hængum (Wooton 1985).
Ákvörðun um kynþroska og kynþroskaferill laxfiska er flókið ferli sem bæði umhverfi
og erfðir hafa áhrif á (Glebe o.fl. 1978, Saunders o.fl. 1983). Thorpe (1986) benti á að kyn-
þroskaákvörðunin væri óbeint tekin á grundvelli þess ástands sem fiskurinn er í, þ.e. vaxtar-
hraða og/eða uppbyggingu orkuforða. Niðurstöður frá þessari tilraun staðfesta þessa tilgátu,
því áhrif sveltisins eru mest þegar vöxtur kynþroska fisks er meiri en ókynþroska fisks.
Vöxtur bleikju í viðmiðunarhópunum sýnir að kynþroska hrygnur höfðu marktækt
hærri holdstuðul samanborið við ókynþroska hrygnur, og einnig að kynþroska hængar voru
bæði þyngri og lengri en ókynþroska hængar. Þetta bendir til þess að kynþroskaferillinn hafi
verið hafinn þegar í upphafi tilraunarinnar. Mælingar á kynhormónum hjá laxi benda til þess
að kynþroskaferillinn hefjist íjanúar/febrúar, þ.e. 8-10 mánuðum fyrir hrygningartíma (Young-
son and Maclay 1985, Hunt o.fl. 1988). Það er því nauðsynlegt að endurtaka tilraunina með
tilliti til tímasetningar sveltisins, auk þess sem mikilvægt er að kanna áhrif af tímalengd
sveltisins.
Niðurstöður tilraunarinnar sýna að fjögurra vikna svelti á miðjum vetri, við 7,2°C,
hefur ekki áhrif á langtímavöxt ókynþroska bleikju og kynþroska hrygna. Miglavs og Jobling
(1989) hafa sýnt að bleikjuseiði, svelt tímabundið, vinna upp vaxtartapið á skömmum tíma
sökum þess að bæði át og fóðumýting eykst eftir sveltitímabil. Hins vegar kemur fram að
kynþroska hængar vinna ekki upp vaxtartapið og er óljóst hverju það sætir (sjá einnig
Siikavuopio 1992).