Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 288
280
AÐFERÐIR
Tilraunimar fóru fram í Hólalaxi. Notaðir voru Ölvesvatns- og Hólastofn. Bleikjur af
Hólastofni eru almennt smærri, hafa meiri 0+ - 1+ kynþroska og síðast en ekki síst hafa
smærri hrogn en Ölvesvatnsbleikjur (Emma Eyþórsdóttir o.fl. 1993). Hrogn voru tekin 30.
október 1991 frá 5 hrygnum af hvorum stofni og ffjóvguð með svilum eins hængs af Ölves-
vatnsstofni (til að einangra sem best áhrif móður og hrognastærðar). Eftir vatnshörðnun voru
hrogn hverrar hrygnu flokkuð eftir auganu í "stór" og "lítil" (20 hrogn í hvorum hóp, hér eftir
kallað Hó og Ö1 lítil eða stór, ekki aðskilið eftir hrygnum). Hrognunum var síðan komið fyrir
í sérhönnuðu búri þar sem hvert hrogn var aðskilið í litiu hólfi (sjá Sveinn Kári Valdimarsson
1992, varðandi smátriði við uppsetningu tilraunar og hönnun búrsins). Eftir klak var
kviðpokaseiðum (alls um 200, jafnt af hverjum meðferðarhóp) haldið aðskildum í litlum
búrum (PVC rörbútar, 10 cm há og 3,5 cm í þvermál). Vatnshitinn var um 5°C fram að
frumfóðrun (13.-19. mars 1992) en eftir það var hitinn hækkaður smám saman í 7°C. Þvermál
allra tilraunahrogna var mælt eftir vatnshörðnun og sömu hrogn (fóstur) voru vigtuð með
reglulegu millibili fram að klaki. Greinileg fylgni var milli upphaflegs hrognaþvermáls og
þyngdar á tímabilinu (Sveinn Kári Valdimarsson 1992). Frumfóðrun gekk vel og eftir það
voru seiðin fóðruð tvisvar á dag. Seiðin voru merkt 27. apríl og sett saman í búr til
framhaldsvaxtartilraunar og mats á kynþroska (í vinnslu). Við frumfóðrun og við merkingu
voru seiðin vigtuð og lengdarmæld. Dagvöxtur á þessu tímabili (42 dagar) var reiknaður skv.
formúlunni [In (þyngd 27. april) - ln (þyngd 17. mars)] x 100/42.
NIÐURSTÖÐUR
Meðalþyngd hrogna 11. janúar og frumfóðrunarþyngd (1. mynd) var ólík (p<0,0001, Tukey
próf) milli allra h®pa nema Hó stóra og Ö1 lítilla (p=0,3) þar sem skörun á stærð var mest.
Innan allra hópa var marktæk fylgni milli hrogna- og frumfóðrunarþyngdar (p<0,03) og yfir
hópa var þessi fylgni mjög greinileg (2. mynd; r=0,89; p<0,0001). Nokkuð góð fylgni var
á milli frumfóðrunarþyngdar og þyngdar 6 vikum síðar (r=0,69; p<0,0001). Eftir sex vikur
voru Hó lítil seiði ennþá marktækt léttari en allir hinir hópamir (1. mynd; p<0,0001), en hinir
hópamir vom þá ekki marktækt ólikir að þyngd (p>0,05). Dagvöxtur fyrstu 6 vikumar sýndi
neikvæða fylgni við frumfóðrunarþyngd (3. mynd; i= -0,40; p<0.0001) og ef meðaltöl hópa
em skoðuð kemur í ljós að vöxtur Hó lítilla var marktækt meiri (p<0,05) en hjá öllum hinum
hópunum (Hó lítil: 2,36%, Hó stór: 2,02%, Ö1 lítil: 1,91% og Ö1 stór: 1,77%). Að öðm leyti
vom meðaltöl vaxtarhraða ekki marktækt ólík milli hópa (p>0,05).