Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 304
296
Haustin 1989 og 1990 fóru fram tilraunir á vegum Fóðurdeildar Rala og Landgræðslu
ríkisins á nýtingu lúpínu hjá sauðfé. Um var að ræða fóðrunartilraunir, svokallaðar
innibeitartilraunir, gerðar á Keldnaholti, en fóðrið, lúpína og gras, var fengið í Gunnarsholti.
Þetta eru ekki fyrstu tilraunir með nýtingu lúpínu til fóðurs hér á landi. Rala og
Landgræðsla ríkisins hafa staðið fyrir slíkum rannsóknum af og til síðan 1978 (Andrés Amalds
og Ólafur Guðmundsson 1980, Ólafur Guðmundsson o.fl. 1984, Ólafur Guðmundsson 1986)
Tilgangur þeirra tilrauna sem hér er fjallað um var eftirfarandi:
1) Kanna hvemig nýting lúpínunnar er þegar hún er gefin í mismunandi hlutföllum
með grasi.
2) Kanna hvort fyrri beitarreynsla hefur áhrif á át og nýtingu lúpínunnar fyrir féð.
3) Kanna hvort mismunandi slátturtími hafi áhrif á át og nýtingu, og loks:
4) Kanna hvort hægt sé að nota alaskalúpínu eingöngu sem fóður fyrir sauðfé.
EFNI OG AÐFERÐIR
Haustið 1989 vom fengin átta hrútlömb sem höfðu gengið um sumarið í Gunnarsholti, fjögur
á lúpíhuakri en hin á óábomu túni. Beitartíminn var frá 27. júní til 23. október en þá vom þau
flutt í búfjártilraunahús Rala á Keldnaholti og gelt áður en tilraunin hófst. Þeim var skipt í tvo
hópa eftir því hvar þau höfðu gengið sumarið áður. Báðir hópar fengu sama fóður, blöndu af
lúpínu og há eða há eingöngu og var miðað við að fóðrið dygði fyrir viðhaldsþörfum.
Fóðmnartímabilin vom fjögur. Það fyrsta var 12 dagar en hin öll 14 dagar. Að loknu hveiju
tímabili fengu sauðimir nýja fóðurgerð. Fóðrið var slegið og saxað í Gunnarsholti 17. ágúst,
vigtað í fóðurskammta og fryst ferskt. Fóðrið var þítt daginn áður en það var gefið.
Blöndumar vom eftirfarandi: 75% lúpína, 50% lúpína, 25% lúpína og loks 100% há. Síðustu
fimm daga hvers tfmabils var át mælt og sýnum safnað til útreikninga á meltanleika og til
efnagreininga. í lok þessara söfnunartímabila vom sauðimir vigtaðir.
Haustið 1990 fóm tilraunimar fram í tilraunahúsi Rala sem fyrr. Notuð vom átta
hrútlömb sem höfðu ekki komist í kynni við lúpínu fyrr. Þau komu að Keldnaholti 27.
september og vom gelt fimm dögum síðar. Byijað var að gefa tilraunafóður 4. október.
Lúpínan var slegin á þremur mismunandi tímum: 28. júní, 30. júlí ("ágústlúpína") og 4.
september. Lúpínan var ætíð slegin á sama akrinum, en það var forðast að slá svæði sem fyrr
höfðu verið slegin. Gras, úr fyrsta slætti, var slegið 12. júlí á ræktuðu túni. Fóðrið var
meðhöndlað á sama hátt og árið áður. Sauðunum var skipt í tvo hópa og fékk annar hópurinn