Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 305
297
blöndu af lúpínu og grasi (50:50) eða gras eingöngu, en sauðir í hinum hópnum fengu hreina
lúpínu eða gras eingöngu. Hluta þess tilraunaliðar varð að hætta áður en tilrauninni lauk.
Tilrauninni var skipt í fimm 14 daga tímabil, það fyrsta hófst 6. október en því síðasta
lauk 14. desember. Át var mælt og saursýnum safnað síðustu fímm daga hvers tímabils á sama
hátt og árið áður. í lok þessara tímabila, að því fyrsta undanskildu, var tekið sýni af
vambarvökva og mælt sýrustig (pH) svo og rokgjamar fitusýrur. Tilraunauppsetningin bæði
árin var svokallaður latneskur femingur (latin square).
Nokkur munur er á hugtökunum séður meltanleiki (apparent digestibility) og raun-
vemlegur meltanleiki (tme digestibility), eins og kemur fram hjá Kristínu Halldórsdóttur og
Ólafi Guðmundssyni (1993). Meltanleiki sem hér er kynntur er séður meltanleiki. Hann var
reiknaður út samkvæmt eftirfarandi jöfnum:
M=100x((F-S)/F) (Hams 1970)
og er M séður meltanleiki (%), S þurrefni eða næringarefni í skít og F étið þurrefni eða
næringarefni. Þar sem fóðrið var blanda af lúpínu og grasi var reiknaður út óbeinn meltanleiki
(indirect digestibility) hvors fóðurhluta fyrir sig samkvæmt jöfnunni:
V=((100x(H-G))/v)+G (Chrampton og Harris 1969)
þar sem V er séður meltanleiki lúpínunnar (viðbótarfóðursins, %), H er séður meltanleiki
blöndunnar, G er meltanleiki gmnnfóðursins (hér gras eða há) og v er þurrefnishlutfall
lúpínunnar (viðbótarfóðurs) af heildarfóðrinu. Þessa aðferð má útskýra með einföldu dæmi.
í öllum tilfellum er reiknað með 100% þurrefni til einföldunar.
Gerðar em tvær meltanleikatilraunir. f annarri em gefin 1000 g af
gmnnfóðri (grasi), sem skilar 100 g saur. Meltanleikinn er því 90%. í
hinni prófuninni er bætt við 100 g af lúpmu og er hún því um 9% af
fóðrinu. Þá fást 120 g af saur (heildarmeltanleikinn er 89%), þ.a. 100 g
af lúpínu skila 20 g af saur, hin 100 em frá grasinu. Lúpínan hefur því
80% meltanleika, eða samkvæmt jöfnunni:
[(100x(89-90))/9]+90=79%.
Með þessari aðferð má því finna séðan meltanleika lúpínunnar, og næringarefna hennar,
þar sem hún er gefin með grasi. Þegar þessi aðferð er notuð við útreikninga á óbeinum
meltanleika þá gefa menn sér að blöndun tveggja fóðurtegunda saman hafi ekki áhrif á
meltanleika þeirra. Það er rétt að benda á að með þessari aðferð gerist það óhjákvæmilega að
allar breytingar á meltanleika teljast stafa af viðbótarfóðrinu, jafnvel þó um sé að ræða