Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 306
298
breytingu í meltanleika grunnfóðursins vegna einhverra samverkandi þátta, því forsenda fyrir
þessum útreikningum er að meltanleiki grunnfóðurs sé fasti (Chrampton og Hanris 1969). Auk
þess er niðurstaðan ætíð nálgun hins raunverulega gildis, eins og sést vel í dæminu hér að ofan.
Efnagreiningar á sýnum og allar mælingar fóru fram á Efnagreiningastofu og Fóðurdeild
Rala. Lífrænt efhi var reiknað sem mismunur á milli hundraðshluta ösku og þurrefnis í fóðri
eða skíL Sykrur voru reiknaðar sem samanlagður mismunur á milli ösku, próteins, fitu og
trénis (hundraðshluti) og þurrefnis í fóðri eða skít. Við mælingar á beiskjuefnum var notuð
aðferð byggð á Priddis (1983) en þróuð og staðfærð á Rala af Sigurði Ingasyni o.fl. Á
gögnunum voru gerðar fervikagreiningar og marktækni miðuð við 95% öiyggismörk.
NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR
Haustið 1989 ást blanda af lúpínu og grasi vel miðað við hreint gras. Þó var gieinilegt að
sauðimir völdu grasið fram yfir lúpínuna, því ef leifar vom af fóðri, þá vom það eingöngu
lúpínustönglar. Þurrefnisát á hreinu grasi var nálægt viðhaldsþörfum eða 58,6 g/kg
lífþunga0,75/dag. Þegar lúpínu var blandað í grasið reyndist átið 52,2 til 57,6 g/kg
lífþunga0-75/dag. Munurinn var eklá marktækur (P>0,05).
Munur á meltanleika eftir magni lúpínu í hánni reyndist lítill og ekki marktækur
(P>0,05). Hann var lægstur þegar fóðrið innihélt 25% lúpínu (57,3%) en hæstur þegar magn
hennar var 75% af fóðrinu (67,6%) (1.
mynd). Meltanleiki ösku, próteins,
fitu, trénis, sápuþvegins trénis (NDF),
sýmþvegins trénis (ADF), lífræns efnis
og sykra (NFE) sýndu þetta sama
mynstur eins og sést á 2. mynd.
Munurinn var marktækur hjá tréni,
sápuþvegnu tréni og sýmþvegnu tréni
(P<0,01).
Ástæðuna fyrir þessum mun á
meltanleika eftir hundraðshluta
lúpínunnar í fóðrinu má rekja til þess
að eftir því sem meira var af lúpínu í fóðrinu, þess meira var skilið eftir af stönglum.
Stönglamir em tormeltasti hluti lúpínunnar og því er líklegt að þetta valdi ofmati á
meltanleikanum. Sama skýring er á því að minnst var étið af 75% blöndunni, en þessi munur
1. mynd. Meltanleiki háar og lúpínu 1989.