Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 312
304
Eins og oft gerist þegar vamarefni
plantan eru annars vegar, þá draga beiskjuefni
úr lostætni fóðurs (Molyneux o.fl. 1992, Will-
iams o.fl. 1971, Bames o.fl. 1971). Beiskjuefni
lúpfnu era aðallega framleidd í grænukomum
laufblaða (Wink og Hartmann 1982). Fram-
leiðslan er birtuháð og er almennt mest að vori
meðan plantan er í vexti og birta mest (Wink
1982). Það kemur því ekki á óvart að minnst át
er hjá sauðum sem fengu júnílúpínu, en mest
þegar septemberlúpfnan er gefin (3. mynd). Há
fylgni fékkst á milli áts og beiskjuefnisins
lúpaníns, hvort sem litið var til sauða sem átu
hreina lúpínu (r=0,997) eða blöndu af lúpínu og
grasi (r=0,894). Þetta má sjá á 7. mynd.
SAMANTEKT
Helstu niðurstöður era eftirfarandi: Fyrri beitarreynsla hefur engin áhrif, hvorid á át eða
meltanleika sauða á lúpínu. Mest virtist étið af því fóðri sem innihélt minnsta lúpínu, en
munurinn er ekki marktækur. Hins vegar éta sauðir marktækt minna af lúpínu snemmsumars
en að hausti. Ekki er marktæk aukning á meltanleika lúpínunnar með minnkandi magni af há.
Marktækur munur er á meltanleika eftir tíma sumars, hann er hæstur á miðju sumri, en lækkar
hratt er líður að hausti. Hann er þó tiltölulega hár í haustbyijun. Meltanleiki næringarefna í
lúpínu eykst yfirleitt með auknu hlutfalli lúpínunnar í fóðrinu en er alltaf lægri en í há.
Meltanleiki næringarefna er yfirleitt hæstur snemmsumars eða á miðju sumri, og er þá hærri
en í grasi. Hrein lúpína er óhæf sem fóður, hún virðist trafla vambarstarfsemi og ést mjög illa.
Orsakanna virðist að leita hjá eiturefnum í lúpínunni, svokölluðum beiskjuefnum.
HEIMILDIR
Andrés Amalds og Ólafur Guðmundsson (1980). Beit á lúpínu. í: Fjölriti Rala nr. 59. (Ritstjóri: Andrés
Amalds). Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík: 19-22.
Bames, R.F., Simons, A.B. og Marten, G.C. (1971). Evaluation of selected clones of Phalaris arundinacea. n.
Indole alkaloid derivatives. Agron. J., 63: 507-509.
7. mynd. Samband áts og lúpaníns í Iúpínu hjá
sauðum sem fengu hreina lúpínu 1990, r=0,997. Á
innfelldu myndinni sést lúpanín.