Svava - 01.07.1898, Blaðsíða 25

Svava - 01.07.1898, Blaðsíða 25
EKU J)AD FORLÖG, nENDING, HAJIINGJAjEDA HVAD? 21 ekki líkt varið með syndina? Er nokkurt l’ullkomið frelsi til fyrir einstaklinginn, ef almenningur er ekki frjáls? 2sTú, jæ-ja; hér virðist þó vera snertur af siðferði hjá náttúruöflunum—eins og reyndar oftar. Það er ekki svo lítið af réttlæti og kærleiha í sólskini og regni, í sagga- lofti mýranna og hreina liá-fjallaloftinu. En þau vinna mest í almennings þnrfir. Þau taka einstaklinginn alls ekki til greina. Drepsóttin hrifsar, ef til vill, á hurt ,‘liina tíu réttlátu* í borginni en snertir ekki tíu forhert- ustu glæpamenuina, sem þar eiga heima. Saga og spurn- ingar Jobs er endurtekiu hjá sérhverri kynslóð, um heiin allan. En alt fyrir það, er líf þetta býsna flókið, og ekki svo auðvelt að aðgreiua þræðina. Eru það mín eigin verk, eða nábúá minna, forfeðra og annara, er leiða yfir mig þá hamingju eða óhamiugju, sem mynda lífið niitt? Hver getur greint þessa þræði, jafnvel í sínu eigin lífi? Ogerlegt er, að fallast á kenning Búddha-trúar- manna, eður þá guðspekinganna. Hún er alt of þröng. Alt er þar lög; alt ákvarðað fyrir fram. Afleiðingar af tilveru minni, áður en ég fæddist, fylgja inér nú. Þar af leiðir, að líf mitt nú er að eins reikningsfræðileg útkoma (summa) af verkum mínum í fvrri tilveru miuni.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.