Svava - 01.07.1898, Page 35

Svava - 01.07.1898, Page 35
ERtj J)A1) FORLÖG, HESDING, HAMINGJA, EHA HVAD? 31 Fommeiiu g-erðu hsnimgjuna að guðdóru, gyðju. Ekki getum vér heldur vel gert það, og afleiðingin verð- ur: að vér verðum að vera án allrar skýringar og ger- um vér oss harð-ánægða með það. Það er til hamingj.a og það er til óhamingja; hepnir og óhepnir menn— Það er áreiðanlegt; eu hvað hún er, það vitum vér ekki. Eru það andar, sem hér eiga hlut að máli'i Það er ekki með öllu ólíklegt, þvi þeir eru til, bæoi góðir og vondir. Látum það vera hvað sem það vera vill; það eru þó alt saman að eins undir-konungar. Tilviljan og ham- ingja geta náð tökuin á oss um tíma og innan vissra takmarka; en réttlætið og al-gæzkan eru hin æðstu völd, og því lýtur alt á endanum. Vér getum .komist af án hamingjunnar — þótt gott sé að eiga hana að unnustu.— Það er ekki það versta sem til er í heiminum, að eiga við óblíð forlög að stríða. Sorg og vonbrigði erekki hið versta. I öllu falli er það lieiðarlegt að berjast þannig, að virðing og þroski viunist mitt í ósigrinum, og að for- lögin sigri oss með svo miklum liðsmun, að siguriun verði að svívirðing. Það, sem mest er vert í lífinu, er vöxtur og viðgangur mannlegs anda, og yfir því ræður hvorki hamingja né forlög. Hann vex oft skjótast við mótlæti og óhöpp. Og í þroskan andans eru falin hin æðstu lauu og mesta blessan, sem lífið hefir að bjóða.

x

Svava

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.