Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 103
103
17. gr.
Athugasemdir við kjörskrá.
Hver sá, sem kæra vill að einhvern vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið, þarf að hafa afhent
kjörstjórn kæru sína, ásamt rökum og gögnum máli sínu til stuðnings, áður en kosning hefst.
Sé kæran um það að einhver sé á skrá tekinn sem ekki hafi rétt til að standa þar skal
kjörstjórn senda þeim sem yfir er kært eftirrit af kærunni.
Um athugasemdir við kjörskrá, sem fram eru komnar, skal kjörstjórn úrskurða í síðasta
lagi þremur dögum fyrir kjördag. Skal gefa þeim, er kæran varðar, kost á að tjá sig og koma
að gögnum áður en kæran er úrskurðuð.
18. gr.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Úrskurði kjörstjórnar má kæra til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um
kjör til kirkjuþings. Hún skal hafa úrskurðað fram komnar kærur degi fyrir kjördag. Eftir
þetta verður engin breyting gerð á kjörskránni.
19. gr.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar.
Þeir sem eru fjarstaddir eða gera ráð fyrir að vera það þegar kosning fer fram og geta ekki
sótt kjörfund af þeim sökum, hafa heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá kjörstjórn og getur hún hafist þá er tvær
vikur eru til kjördags. Kjörstjórn er heimilt að fela prófasti eða öðrum starfs mönnum
þjóð kirkjunnar að annast, á ábyrgð kjörstjórnar, framkvæmd kosningar við utan kjör-
fundar atkvæðagreiðslu.
Kjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram.
Heimilt er að binda atkvæðagreiðslu við ákveðna daga og ákveðinn tíma á hverjum
degi, þó eigi skemur en eina klukkustund. Tilgreina skal í fundargerðabók hverjir greiði
atkvæði utan kjörfundar.
20. gr.
Úrslit kosningar.
Talning atkvæða fer fram hjá kjörstjórn er hún hefur fengið öll kjörgögn í hendur.
Kjörstjórn tilkynnir biskupi úrslit kosningar og sendir honum afrit úr gerðabók.
21. gr.
Skipun kjörins umsækjanda.
Skipa skal þann umsækjanda í embættið sem hlotið hefur flest greidd atkvæði. Verði
atkvæði jöfn skal varpa hlutkesti. Nú er aðeins einn umsækjandi í kjöri og telst hann
kjörinn hljóti hann meirihluta greiddra atkvæða.