Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 114

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 114
114 115 5. gr. laga nr. 138/1993 um kirkjumálasjóð orðast svo: Þjóðkirkjan hefur á hendi umsjá og stjórn kirkjumálasjóðs. Kirkjuþing setur nánari reglur um framkvæmdina í starfsreglur. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af Ríkisendurskoðun. 7. gr. laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. orðast svo: Þjóðkirkjan hefur á hendi umsjá og stjórn Jöfnunarsjóðs sókna. Kirkjuþing setur nánari reglur um framkvæmdina í starfsreglur. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af Ríkisendurskoðun. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta Endurskoðun laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 hefur staðið yfir síðan árið 2007, en þá kaus kirkjuþing nefnd til þess verks. Unnið hefur verið að þessari endurskoðun frá þessum tíma. Á kirkjuþingi 2012 var síðan kosin milliþinganefnd, skipuð fimm fulltrúum á kirkjuþingi og leggur sú nefnd fram frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum á kirkjuþingi 2013. Samþykki kirkjuþing það frumvarp má telja líklegt að óvíst sé hvort – og þá hvenær – Alþingi samþykki ný þjóðkirkulög, enda málið umfangsmikið og mörg sjónarmið uppi um ýmsa þætti þess. Fram hefur komið að brýna nauðsyn ber til að breyta tilteknum atriðum í núgildandi lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, til einföldunar og hagræðingar í rekstri þjóðkirkjunnar auk fleiri þátta. Slíkar breytingar þyrftu að nást fram hið fyrsta. Um er að ræða að styrkja kirkjuþing og skýra stöðu þess betur og að færa fjárstjórnarvald til þingsins auk fleiri þátta sem gerð verður grein fyrir hér. Til að tryggja að þær nauðsynlegu breytingar nái fram að ganga hefur kirkjuráð ákveðið að flytja styttra frumvarp til laga um breytingar á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 á kirkjuþingi 2013 sem felur í sér þær tilteknu breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegt þykir að ná fram hið fyrsta. Er það mat kirkjuráðs að auðveldara og fljótlegra sé að tryggja framgang slíks máls heldur en heildarfrumvarps til nýrra þjóðkirkjulaga. Helstu breytingar sem lagðar eru til eru eftirtaldar: Felld verði brott ákvæði um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Nefndir þessar kosta töluverða fjármuni og verksvið þeirra er ekki alls kostar skýrt. Talið er rétt að leggja þær niður í sparnaðarskyni og til einföldunar. Ágreiningsmál færu þá að jafnaði annað hvort til biskups Íslands eða hinna almennu dómstóla eins og eðlilegt er. Eftir atvikum gætu ágreiningsmál farið til úrlausnar annarra kirkjulegra stjórnvalda s.s. kirkjuráðs allt eftir efni málsins. Lagt er til að ákvæði núgildandi laga um aðsetur vígslubiskupa falli brott svo og ákvæði um biskupafund. Eðlilegra er að kirkjan sjálf ákveði um slíkt en ekki löggjafarvaldið. Gefur þetta kirkjuþingi meira svigrúm til að skipa málum embætta vígslubiskupa og störfum þeirra án þess að þingið sé bundið af fyrirmælum laga um aðsetur þeirra eins og nú er og eins fyrirmælum laga um biskupafund.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.