Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 72
72 73
2. mál kirkjuþings 2015
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 eru áætlaðar 4.418,8
m.kr. (sjá sundurliðun heildartekna í töflu hér að neðan). Þar af er gert ráð fyrir 1809,8 m.k á
fjárlagalið 06-701 þjóðkirkjan. Af þeirri fjárhæð er gert ráð fyrir stofnkostnaði til höfuðkirkna
kr. 21 m.kr. Því eru tekjur skv. fjárlagalið 06-701-1580,3 m.kr á grundvelli kirkju jarða sam-
komu lagsins. (Útskýring: Áætlaðar sértekjur eru 229,5 m.kr. samtals 1.788,8m.kr )
Áætlaðar greiðslur til þjóðkirkjunnar í heild hækka um 301,8 m.kr. milli ára eða um
7,3% ef miðað er við fjárlög 2015. Áætluð sóknargjöld samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi
eru 898,- kr. á gjaldenda, það er 9,2 % hækkun milli ára, eða 172,9 m.kr. eru því sóknargjöld
til þjóðkirkjunnar 2.083,6 m.kr. Jöfnunarsjóður sókna og Kirkjumálasjóður hækka um
9,1% frá fyrra ári (sjá töflu hér að neðan).
Breytingar milli fjárlagafrumvarps 2016 og fjárlaga 2015
Fjárlagaliðir – í milljónum króna
Fjárlaga -
frumvarp 2016
Fjárlög
2015 Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.580,3 1.507,6 4,8% 72,7
06-705 Kirkjumálasjóður 298,0 273,2 9,1% 24,8
06-707 Kristnisjóður 71,4 72,0 -0,8% -0,6
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 385,5 353,5 9,1% 32,0
Kirkjujarðasamkomulag og sjóðir samtals 2.335,2 2.206,3 5,8% 128,9
06-735 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar 2.083,6 1.910,7 9,2% 172,9
Sóknargjöld samtals 2.083,6 1.910,7 9,0% 172,9
Samtals 4.418,8 4.117,0 7,3% 301,8
Kirkjujarðasamkomulagið
Á kirkjuþingi 2014 var frestað afgreiðslu erindis frá ráðherra kirkjumála um niðurfellingu
hluta á efndum kirkjujarðasamkomulagsins eins og gert hafði verið undan farin ár.
Á aukakirkjuþingi sem haldið var þann 14. ágúst sl. var erindi þessu hafnað alfarið og
ályktun samþykkt þar sem fullra efnda er krafist á kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997.
Fékk kirkjuráð endurskoðendur hjá KPMG til liðs við sig um útreikning samkomulagsins
miðað við árið 2015. Meðfylgjandi upplýsingar koma fram í umræddri skýrslu.
Tafla I sýnir mismun á frumvarpi og kostnaðarlíkani sem er skuld fjárveitingavaldsins
til fullnustu samkomulaginu að fjárhæð 514 m.kr.