Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 59
59
1. mál Fskj. D
Skýrsla stjórnar Skálholts 2015
Stjórn Skálholts skipuð.
Kirkjuþing 2014 samþykkti að skipa að nýju stjórn Skálholts:
Kirkjuþing 2014 samþykkir að kirkjuráð skipi þriggja manna stjórn Skálholtsstaðar og jafn
marga varamenn, er annist ásamt vígslubiskupi uppbyggingu og rekstur staðarins í umboði
biskups Íslands og kirkjuráðs í samræmi við lög um afhendingu Skálholts frá 1963, starfsreglur
kirkjuþings og samþykktir kirkjuráðs. Stjórnin sé skipuð samkvæmt tilnefningum biskups Íslands,
kirkjuþings og vígslubiskups Skálholtsstiftis.
Á fundi kirkjuráðs 2. febrúar 2015 var stjórnin skipuð. Hún er þannig skipuð:
Aðalmenn
Drífa Hjartardóttir, bóndi og kirkjuþingsmaður, formaður
Kristófer Tómasson, sveitastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Sr. Þorvaldur Karl Helgason, fv. biskupsritari
Varamenn
Jónína Bjartmarz, lögfræðingur og kirkjuþingsfulltrúi
Þórarinn Þorfinnsson, bóndi, Spóastöðum
Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari.
Stjórn Skálholts kom fyrst saman á Biskupsstofu 12. febrúar s.l. þar sem framkvæmdastjóri kirkju-
ráðs gerði grein fyrir samþykkt kirkjuþings og afhenti nýju stjórninni erindisbréf. Biskup Íslands sat
og þennan fund að hluta.
Stjórnin hóf þegar störf og hefur starfað ötullega frá því hún var skipuð og haldið alls tíu fundi á
árinu. Verkefnið er umfangsmikið og er stjórninni það ljóst, um leið og hún gerir sér grein fyrir þeirri
ábyrgð sem á henni hvílir. Skal nú farið yfir einstaka mál sem stjórnin hefur rætt á fundum sínum.
Skálholtskirkja.
1. Fasteignasvið hefur látið fyrirtækið Verkís gera úttekt á ástandi Skálholtskirkju. Niðurstaða
liggur ekki fyrir en ljóst er að verkefnin eru mörg. Stjórnin þarf í samvinnu við fasteignasvið að
taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna þegar Verkís skilar sinni skýrslu.
2. Í 9. grein Erindisbréfs segir svo: Stjórn Skálholts eigi samstarf við stjórn Skálholtsfélags hins nýja
um stefnumál félagsins. Stjórn Skálholtsfélags hins nýja hefur gert uppkast að skipulagsskrá
fyrir sjóð til að standa að viðgerð glugga Skálholtskirkju. Guðmundur Þór Guðmundsson,
lögfræðingur á Biskupsstofu er að fara yfir textann. Í framhaldi af því verður sjóðurinn staðfestur
og með bréfi ríkisskattstjóra heimilað að framlög til sjóðsins séu frádráttarbær til skatts. Þetta er
forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar muni leggja fram stuðning við verkefnið.
3. Í samræmi við athugasemdir Ríkisendurskoðunar og 8. grein erindisbréfs stjórnarinnar (8.gr. Stjórnin