Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 119
119
Vegna hins skamma frests sem löggjafarnefnd kirkjuþings hafði til að bregðast við
erindi forsætisnefndar kirkjuþings og til þess að unnt yrði að leggja tillögur fyrir kirkjuþing
hefur vinna nefndarinnar einskorðast við að endurskoða og semja reglur er skýri betur
hvernig fjárstjórn kirkjunnar skuli háttað en núgildandi starfsreglur kirkjuþings um
það mikilsverða málefni eru ekki fullnægjandi. Löggjafarnefndin leggur því til nokkrar
breytingar og viðbætur við núgildandi reglur kirkjuþings um kirkjuráð nr. 81772000.
II. Helstu atriði frumvarpsins.
Með frumvarpinu er leitast við að kveða á um, með skýrari hætti en í núgildandi
starfsreglum, að kirkjuráð hafi með höndum yfirumsjón með allri fjárstjórn kirkjunnar og
öllum fjármunum sem til hennar renna, öðrum en fjármunum einstakra sókna.
Kveðið er á um hlutverk framkvæmdastjóra kirkjuráðs og um skipulag fjárstjórnar
kirkjunnar og skilgreind ábyrgð kirkjuráðs og framkvæmdastjóra á því að fjárstjórn
kirkjunnar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Um þessi atriði er að nokkru leitað fyrirmynda
til hlutafélagalaga. Þá eru nú tekin af tvímæli um að kirkjuráð hafi umsjón með fasteignum
þjóðkirkjunnar.
Skýrt er kveðið á um að ef frávik verði frá fjárhagsáætlunum sem kirkjuþing hefur
samþykkt skuli kirkjuráð gera kirkjuþingi sérstaka grein fyrir því samhliða framlagningu
fjárhagsáætlunar næsta árs. Er talið að með þeim hætti verði fulltrúar á kirkjuþingi betur
upplýstir um fjárstjórn kirkjunnar og fjárhag hennar.
Rétt þótti einnig að tilgreina að kirkjuráð skuli hafa sérstaka skrifstofu og að ráðið
annist skrifstofuhald fyrir kirkjuþing og hýsi aðrar stofnanir kirkjunnar eftir því sem
kirkjuþing ákveður hverju sinni.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Hér er kveðið á um að kirkjuráð skuli hafa sérstak skrifstofu og sinna jafnframt
skrifstofuhaldi fyrir kirkjuþing milli þinga. Í raun er hér um staðfestingu á framkvæmd að
ræða, sem þegar er orðin en kirkjuráð hefur aðsetur í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, ásamt
öðrum stofnunum kirkjunnar.
Um 2. gr.
Talið er rétt að kveðið sé skýrt á um grundvallarhlutverk framkvæmdastjóra kirkjuráðs
og er fyrirmynd sótt til hlutafélagalaga. Framkvæmdastjóri hefur samkvæmt greininni
sambærilegt hlutverk og framkvæmdastjóri hlutafélags og lýtur boðvaldi kirkjuráðs. Til
að taka af tvímæli er hér átt við fjárstjórn kirkjunnar en ekki þau verkefni sem falin eru
biskupi skv. lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 eða öðrum
starfreglum.
Um 3. gr.
Mikilvægt er að kirkjuþingsfulltrúar hafi góða yfirsýn yfir fjármál kirkjunnar og geti séð
hvernig fjárhagsáætlanir hafa í reynd gengið eftir. Ætlast er til að kirkjuráð sýni með